Berbar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Berbaþorp í Atlasfjöllum í Marokkó.

Berbar, amazigh eða imazighen eru nokkur þjóðarbrot sem búa í norðvesturhluta Afríku og tala ýmis berbamál. Nafnið „berbar“ er hugsanlega samstofna orðinu „barbarar“ og komið úr grísku gegnum arabísku. Stærstu hópar Berba búa í Norður-Afríkulöndunum Al-Maghrib sem eru Marokkó, Alsír, Túnis og Lýbía. Sumar Berbaþjóðir eins og Túaregar lifðu fyrrum fyrst og fremst sem hirðingjar en flestir Berbar hafa þó lifað af hefðbundnum landbúnaði öldum saman. Berbar eru um 70 - 80 milljónir talsins.

Menning og trú[breyta | breyta frumkóða]

Menning Berba er mjög fjölbreytt og breytileg frá einu svæði til annars vegna þess hversu dreift þeir búa í öllum löndum Norður-Afríku. Matargerð berba er talin ein sú fjölbreyttasta í heiminum. Það er vegna þess að Berbar hafa átt samskipti við hin ýmsustu menningarsvæði öldum saman. Frægustu réttir Berba eru kúskús, pastilla og tajine. Berbar eru aðallega súnní-múslimar en einnig kristnir, ibadi og lítill hópur Berba eru gyðingar sem flestir búa í Ísrael.

Berbar fengu sína eigin sjónvarpsstöð snemma árið 2010 þar sem er sýnt menningarefni úr sögu Berba, meðal annars dans, tónlist og sögur.

Frægir berbar[breyta | breyta frumkóða]

  • Zidane, alþjóðlegur fótboltamaður af ættum Berba í Alsír.
  • Hannibal, sem fór með fílana yfir Alpana.
  • Tacfarinas (berbíska: Takfarin, Takfarinas), sem barðist við Rómverja í Aures-fjöllum.
  • Aksil eða Kusala, eins og Arabar kölluðu hann, var leiðtogi Berba sem leiddi viðnám gegn innrás Araba í Norður-Afríku á 7. öld.
  • Ibn Battuta (1304-1377), marokkóskur landkönnuður.
  • Yusuf Aït Tachfin, (1061 - 1106), konungur Almoravída.
  • Ibrahim Afellay, Barca knattspyrnumaður frá Marokkó, upprunalega frá borginni Al-Houssaima.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.