Berbar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Berbaþorp í Atlasfjöllum í Marokkó.

Berbar, amazigh eða imazighen eru nokkur þjóðarbrot sem búa í norðvesturhluta Afríku og tala ýmis berbamál. Nafnið „berbar“ er hugsanlega samstofna orðinu „barbarar“ og komið úr grísku gegnum arabísku. Stærstu hópar berba búa í Norður-Afríkulöndunum Al-Maghrib sem eru Marokkó, Alsír, Túnis og Lýbía. Sumar berbaþjóðir eins og túaregar lifðu fyrrum fyrst og fremst sem hirðingjar en flestir berbar hafa þó lifað af hefðbundnum landbúnaði í gegnum tíðina. Berbar eru um 70 - 80 milljónir talsins.

Menning og trú[breyta | breyta frumkóða]

Menning berba er mjög fjölbreytt og er breytileg frá einu svæði til annars vegna þess hve umfangsmikil dreifing þeirra er í öllum löndum Norður-Afríku. Matargerð berba er talin ein sú fjölbreyttasta í heiminum. Það er vegna þess að berbar hafa átt samskipti við hin ýmsustu menningarsvæði öldum saman. Frægustu máltíðir berba eru kúskús pastilla og tajine. Berbar eru aðallega súnní-múslimar en einnig kristnir, ibadi og lítill hópur gyðinga sem flestir búa í Ísrael.

Berbar fengu sína eigin sjónvarpsstöð snemma árið 2010 þar sem er sýnt menningarefni úr sögu berba, meðal annars dans, tónlist og sögur.

Frægir berbar[breyta | breyta frumkóða]

  • Zidane, alþjóðlegur fótboltamaður ættaður af berbum í Alsír.
  • Hannibal, sem fór með fílana yfir Alpana.
  • Tacfarinas (berbíska: Takfarin, Takfarinas), sem börðust á Rómverjum í Aures Mountains.
  • Aksil eða Kusala, eins og Arabar kölluðu hann, var leiðtogi berba sem leiddi viðnám gegn arabískri innrás á Norður-Afríku á 7. öld.
  • Ibn Battuta (1304-1377), marokkóskur landkönnuður.
  • Yusuf Aït Tachfin, (1061 - 1106), konungur Almoravída.
  • Ibrahim Afellay, Barca knattspyrnumaður Marokkó upprunalega frá Al-houssaima borg.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.