Fara í innihald

Kládíus Ptólmæos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ptólemajos)
Ptólmæos

Kládíus Ptólmæos (gríska: Κλαύδιος Πτολεμαῖος, Klaudios Ptolemaios; latína: Claudius Ptolemaeus; s. 90 e.Kr. – s. 168) var grísk-egypskur höfundur, stærðfræðingur, stjarnfræðingur, landfræðingur og stjörnuspekingur frá Alexandríu. Hann bjó í Alexandríu í rómverska héraðinu Aegyptus, skrifaði á grísku og var rómverskur borgari. Fyrir utan þessi smáatriði er lítið vitað um líf hans. Stjörnufræðingurinn Teódór Melíteníótes taldi að hann hefði fæðst í Ptolemais Hermiou í Þebaís. Þetta er samt mjög seinn vitnisburður og það ekkert sem bendir til þess að hann hafði búið annars staðar en í Alexandríu, en hann dó þar um það bil 168 e.Kr.

Ptólmæos var höfundur nokkurra ritgerða, en þrjár þeirra voru síðar mikilvægar í bæði íslömskum og evrópskum vísindum. Fyrst þeirra er þekkt sem Almagest, en hún hét í upphafi „Stærðfræðiritgerðin“ (Μαθηματικὴ Σύνταξις, Mathēmatikē Syntaxis) og svo „Mikla ritgerðin“ (Ἡ Μεγάλη Σύνταξις, Ē Megálē Syntaxis). Önnur ritgerðin er Landafræði, sem er ítarleg frásögn um landfræðilega þekkingu Grikkja og Rómverja. Þriðja ritgerðin varðar stjörnuspeki og heitir Tetrabiblos (Τετράβιβλος) sem þýðir „Fjórar bækur“, en er stundum þekkt sem Apotelesmatika (Ἀποτελεσματικά).

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.