Núaksjott

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Núaksjott (arabíska: نواكشوط eða انواكشوط) er höfuðborg Máritaníu og langstærsta borg landsins. Áætlaður íbúafjöldi var 881 þúsund árið 1999. Borgin er stærsta borgin í Sahara, ef undan eru skildar borgirnar norðan Atlasfjalla og í Nílardal. Borgin er hafnarborg við strönd Atlantshafsins. Hún var bara lítið fiskiþorp til 1957 þegar hún var valin sem höfuðborg Máritaníu.

Ólíkar tungumálaútgáfur af wikipedíu koma með ótal ólíkar skýringar á heitinu. Allar eru þó sammála um að heitið sé komið úr berbamáli. Samkvæmt þeirri ensku er heitið leitt af -Nawākšūṭ sem merki -staðurinn þar sem er vindasamt. Samvæmt ítölsku útgáfunni er heitið leitt af -inua u-kshut sem merkir -brend tré. Samkvæmt frönsku útgáfunni merkir heitið -gert úr trjákylfum, en kemur síðan með 6 aðrar hugsanlegar þýðingar; ströndin við flóann, “þar sem vatnið kemur upp þegar þú grefur brunn”; þar sem er mikið af skelfisk; söltu hagarnir; “þar sem vindurinn blæs” & “sá eyrnalausi”.