Atlantis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort Athanasius Kircher af Atlantis á miðju Atlantshafi. From Mundus Subterraneus, gefið út í Amsterdam 1669. Á kortinu er suður upp.

Atlantis er eyja úr heimi þjóðsögunnar sem óhægt er að staðsetja á landakorti. Hún á að hafa sokkið í sæ 9600 árum fyrir Krist.[1] Menn hafa þó löngum reynt að staðsetja eyjuna. Í Tímajosi eftir Platon kemur sagan af Atlantis fyrir í fyrsta sinn og sömuleiðis í ókláruðu verki hans Krítías. Þar er Atlantis kúgandi ríki á vestanverðu Miðjarðarhafi sem á í stríði við Aþenu. Hugmyndina um að Atlantis hafi verið einhvers konar fyrirmyndarríki má ef til vill rekja til rits Francis Bacons Hið nýja Atlantis.en sumir halda að hún hafi verið staðsett nákvæmlega í Atlantshafinu.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Geir Þ. Þórarinsson. „Var hin týnda Atlantis raunverulega til?“. Vísindavefurinn 30.9.2005. http://visindavefur.is/?id=5300. (Skoðað 5.3.2008).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • Atlantis; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1973
  • „Var hin týnda Atlantis raunverulega til?“. Vísindavefurinn.
  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.