1987
Útlit
(Endurbeint frá Júlí 1987)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1987 (MCMLXXXVII í rómverskum tölum) var 87. ár 20. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Hólmavíkurhreppur og Hrófbergshreppur sameinuðust aftur undir nafni þess fyrrnefnda.
- 2. janúar - Tjadher eyðilagði vopnaða bílalest frá Líbýu í orrustunni um Fada.
- 3. janúar - Aretha Franklin varð fyrsta konan sem fékk inngöngu í Frægðarhöll rokksins.
- 4. janúar - 16 létust þegar lest frá Amtrak rakst á lest frá Conrail við Chase í Maryland.
- 8. janúar - Dow Jones-vísitalan náði í fyrsta sinn meira en 2000 stigum við lokun kauphallarinnar.
- 14. janúar - Þúsundir sækúa fundust í Persaflóa.
- 15. janúar - Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, Hu Yaobang, var neyddur til að segja af sér.
- 16. janúar - Forseta Ekvador, León Febres Cordero, var rænt af fylgismönnum herforingjans Frank Vargas.
- 20. janúar - Sendimanni erkibiskupsins af Kantaraborg, Terry Waite, var rænt í Líbanon.
- 22. janúar - Flugvél frá Flugfélaginu Erni, TF-ORN, fórst við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi með þeim afleiðingum að einn lést.
- 22. janúar - Bandaríski stjórnmálamaðurinn R. Budd Dwyer framdi sjálfsmorð í beinni útsendingu í sjónvarpi.
- 25. janúar - Sænski tennisleikarinn Stefan Edberg sigraði Opna ástralska meistaramótið.
- 29. janúar - William J. Casey lét af störfum sem yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar.
- 31. janúar - Síðustu Ohrbach's-versluninni var lokað í New York.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 4. febrúar - Hans Holmér sagði sig frá rannsókninni á morðinu á Olof Palme vegna almennrar óánægju með störf hans.
- 5. febrúar - Sojús TM-2 var skotið á loft með tveimur geimförum sem áttu að dvelja langan tíma í geimstöðinni Mír.
- 9. febrúar - Fyrsti þáttur Spaugstofunnar var sýndur í Ríkissjónvarpinu.
- 11. febrúar - Breska flugfélagið British Airways var einkavætt og skráð í Kauphöllina í London.
- 14. febrúar - Íslenska kvikmyndin Skytturnar var frumsýnd.
- 16. febrúar - Réttarhöld yfir John Demjanjuk hófust í Jerúsalem, en hann var sakaður um grimmdarverk í fangabúðunum í Treblinka. Ekkert sannaðist á hann.
- 20. febrúar - Önnur sprengja Unabomber sprakk fyrir utan tölvuverslun í Salt Lake City.
- 22. febrúar - Sýrlandsher hélt inn í Vestur-Beirút í Líbanon.
- 23. febrúar - Konur voru fulltrúar á búnaðarþingi í fyrsta sinn. Þær voru Ágústa Þorkelsdóttir og Annabella Harðardóttir.
- 23. febrúar - SN 1987A, fyrsta sprengistjarnan sem sést með berum augum frá 1604.
- 25. febrúar - Fosfórítstríðið hófst í Eistlandi.
- 26. febrúar - Íran-Kontrahneykslið: Towernefndin ávítti Bandaríkjaforseta fyrir að hafa ekki stjórn á starfsliði þjóðaröryggisráðsins.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 2. mars - Chrysler Corporation eignaðist bílaframleiðandann American Motors.
- 6. mars - 193 fórust þegar bresku ferjunni Herald of Free Enterprise hvolfdi í höfninni í Zeebrugge í Belgíu.
- 7. mars - Lieyu-fjöldamorðin: Tævanski herinn myrti 19 óvopnaða flóttamenn frá Víetnam sem tóku land á eyjunni Litlu Kinmen.
- 9. mars - Plata U2 The Joshua Tree kom út.
- 10. mars - Boforshneykslið: Sænska ríkisstjórnin var sökuð um vopnasmygl vegna sölu á fallbyssum til Indlands.
- 12. mars - Söngleikurinn Vesalingarnir var frumsýndur á Broadway í New York-borg.
- 13. mars - 12 verkamenn létust þegar kviknaði í tankskipinu Elisabetta Montanari í Ravenna á Ítalíu.
- 14. mars - Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði níu manns af Barðanum sem hafði strandað við Dritvík á Snæfellsnesi.
- 17. mars - Alþingi samþykkti ný lög, sem afnámu prestskosningar að mestu. Þær höfðu verið tíðkaðar frá 1886.
- 23. mars - Bandaríska sápuóperan The Bold & the Beautiful hóf göngu sína á CBS.
- 24. mars - Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra var sakaður um að vantelja greiðslur til sín frá Hafskipum og sagði af sér þess vegna.
- 24. mars - Michael Eisner og Jacques Chirac undirrituðu samkomulag um byggingu Euro Disney (nú Disneyland Paris).
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 1. apríl - Taílensk-austurríski orkudrykkurinn Red Bull kom á markað í Austurríki.
- 12. apríl - V. P. Singh, varnarmálaráðherra Indlands, sakaði Bofors um að hafa greitt 145 milljónir sænskra króna í mútur vegna vopnasölu til Indlands.
- 13. apríl - Portúgal og Alþýðulýðveldið Kína undirrituðu samkomulag um að stjórn Maká gengi til Kína árið 1999.
- 14. apríl - Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var vígð.
- 19. apríl - Teiknimyndaþættirnir Simpsonfjölskyldan hófu göngu sína í The Tracey Ullman Show.
- 22. apríl - Gro Harlem Brundtland, formaður nefndar Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, skilaði skýrslunni Our Common Future þar sem hugtakið sjálfbær þróun kom fyrir.
- 25. apríl - Alþingiskosningar voru haldnar, þær fyrstu samkvæmt nýjum kosningalögum sem var ætlað að jafna hlut flokka með uppbótarþingmönnum þrátt fyrir misvægi atkvæða eftir kjördæmum.
- 26. apríl - Sænska fyrirtækið SAAB kynnti orrustuþotuna Saab 39 Gripen.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 8. maí - Á Norður-Írlandi sat breska sérsveitin (SAS) fyrir Austur-Tyrone-herdeild IRA, 8 manns, og drap þá.
- 9. maí - Iljúsín Il-62-flugvél frá Polskie Linie Lotnicze LOT hrapaði í skógi í Póllandi. 183 létust.
- 11. maí - Klaus Barbie fór fyrir rétt í Lyon sakaður um stríðsglæpi.
- 14. maí - Sitiveni Rabuka leiddi herforingjauppreisn á Fídjieyjum.
- 15. maí - John Travolta kvikmyndaleikari kom til Íslands ásamt fríðu föruneyti.
- 17. maí - Bandaríska herskipið USS Stark varð fyrir tveimur Exocet-flugskeytum frá Íraksher.
- 22. maí - Hashimpura-fjöldamorðin: 42 ungir múslimar voru myrtir af lögreglumönnum í Meerut á Indlandi.
- 22. maí - Fyrsta heimsbikarmótið í ruðningi fór fram á Nýja-Sjálandi.
- 23. maí - Hannes Hlífar Stefánsson varð heimsmeistari sveina í skák, 14 ára gamall.
- 25. maí - Mesti jarðskjálfti á Suðurlandi síðan 1912 varð í Vatnafjöllum, suður af Heklu, 5,7 stig.
- 27. maí - Yfir 800.000 manns komu sér fyrir á Golden Gate-brúnni við San Francisco til að fagna 50 ára afmæli hennar.
- 28. maí - 18 ára vesturþýskur maður, Mathias Rust, lenti smáflugvél á Rauða torginu í Moskvu án þess að sovésk loftvarnarkerfi yrðu hans vör.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 3. júní - Verkamannaflokkur Vanúatú var stofnaður.
- 6. júní - Keflavíkurganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 11. júní - Margaret Thatcher varð fyrsti breski forsætisráðherrann í 160 ár, til að vinna þrennar þingkosningar í röð.
- 12. júní - Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar, hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun ráðhúss fyrir Reykjavík.
- 12. júní - Ronald Reagan hélt fræga ræðu í Vestur-Berlín þar sem hann sagði meðal annars „Herra Gorbatsjev, rífðu þennan vegg niður“.
- 12. júní - Norska stórþingið samþykkti lög um Samaþingið.
- 14. júní - Söngvabyltingin hófst í Lettlandi.
- 15. júní - Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði hélt fyrsta uppboðið á ferskum fiski á Íslandi og þótti þetta merk nýjung.
- 17. júní - Síðasti spörfuglinn af tegundinni Ammodramus maritimus nigrescens dó.
- 19. júní - Ríkisútvarpið flutti frá Skúlagötu í nýtt húsnæði í Efstaleiti.
- 19. júní - 18 létust í sprengjutilræði á vegum ETA.
- 28. júní - Íraskar sprengjuflugvélar vörpuðu sinnepsgassprengjum á íranska bæinn Sardasht.
- 30. júní - Kanada tók upp eins dals mynt með mynd af himbrima.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Hveragerði fékk kaupstaðarréttindi.
- 1. júlí - Einingarlög Evrópubandalagsins voru samþykkt.
- 4. júlí - Allir hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu: Geiradalshreppur, Reykhólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur sameinuðust undir nafni Reykhólahrepps.
- 4. júlí - Klaus Barbie var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni.
- 5. júlí - Bjarni Arason sigraði Látúnsbarkakeppni Stuðmanna sem haldin var í Tívolíinu í Hveragerði. Keppninni var sjónvarpað beint á RÚV.
- 6. júlí - Sænska rokkhljómsveitin Europe hélt vel sótta tónleika í Laugardalshöll.
- 8. júlí - Ríkisstjórn undir forsæti Þorsteins Pálssonar settist að völdum og sat í rúmt ár.
- 11. júlí - Einar Vilhjálmsson setti Norðurlandamet í spjótkasti, 82,96 metra á landsmóti UMFÍ á Húsavík. Keppt var með nýrri gerð af spjóti.
- 11. júlí - Fjöldi manna er talinn hafa náð 5 milljörðum þennan dag.
- 12. júlí - Konami sendi frá sér tölvuleikinn Metal Gear.
- 17. júlí - Dow Jones-vísitalan náði 2.500 stigum í fyrsta sinn við lokun markaða.
- 21. júlí - Héðinn Steingrímsson vann heimsmeistaramót barna 12 ára og yngri í skák.
- 21. júlí - Fyrsta hljómplata bandarísku þungarokksveitarinnar Guns N' Roses, Appetite for Destruction, kom út.
- 22. júlí - Palestínski skopmyndateiknarinn Naji al-Ali var skotinn í London.
- 27. júlí - Ísafjarðarkirkja stórskemmdist í bruna. Kirkjan var bárujárnsklætt timburhús og var vígð árið 1863.
- 31. júlí - 400 pílagrímar létust í átökum milli íranskra pílagríma og öryggissveita í Sádí-Arabíu.
- 31. júlí - Elísabet 2. vígði léttlestarkerfið Docklands Light Railway.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 7. ágúst - Bandaríska sundkonan Lynne Cox synti yfir Beringssund, milli eyjanna Little Diomede í Alaska og Ratmanoveyjar í Sovétríkjunum.
- 9. ágúst - Mosfellshreppur fékk kaupstaðarréttindi og varð Mosfellsbær.
- 9. ágúst - Hoddle Street-fjöldamorðin: Julian Knight, 19 ára, skaut 7 til bana og særði 19 í úthverfi Melbourne í Ástralíu.
- 10. ágúst - Sænsk-svissneska véltæknifyrirtækið ABB varð til við sameiningu Asea og Brown Boveri.
- 13. ágúst - Verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð í Reykjavík, en hún var reist þar sem áður hét Kringlumýri. Um 40 þúsund manns komu þangað fyrsta daginn.
- 16. ágúst - Northwest Airlines flug 255 hrapaði í flugtaki á Detroit-flugvelli með þeim afleiðingum að allir um borð, 156 manns, fórust, nema eitt fjögurra ára barn.
- 17. ágúst - Rudolf Hess fannst látinn í fangaklefa sínum í Spandau-fangelsinu.
- 19. ágúst - Hungerford-fjöldamorðin: Michael Ryan skaut 16 manns til bana í Bretlandi.
- 19. ágúst - Konur gátu í fyrsta sinn fengið sokkabandsorðuna í Bretlandi.
- 31. ágúst - Léttlestarkerfið Docklands Light Railway var opnað í London.
- 31. ágúst - Sjöunda hljómplata Michael Jackson, Bad, kom út.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 2. september - Réttarhöld hófust yfir Mathias Rust sem lenti í óleyfi á Rauða torginu í Moskvu.
- 3. september - Herforinginn Pierre Buyoya steypti forseta Búrúndí, Jean-Baptiste Bagaza, af stóli.
- 5. september - Háskólinn á Akureyri var stofnaður.
- 8. september - Þingkosningar fóru fram í Danmörku.
- 8. september - Fimmtíu króna mynt með mynd af bogakrabba var sett í umferð á Íslandi.
- 13. september - Skransafnarar fundu geislavirk efni í yfirgefnum spítala í Goiânia í Brasilíu. Í kjölfarið létust fjórir vegna geislaeitrunar og hundruð reyndust hafa orðið fyrir geislun.
- 15. september - Jóhannes Páll 2. páfi kom í opinbera heimsókn til Los Angeles í Bandaríkjunum.
- 17. september - Jóhannes Páll 2. páfi kom í opinbera heimsókn til San Francisco í Bandaríkjunum.
- 17. september - Fréttaþátturinn 19:19 hóf göngu sína á Stöð 2.
- 22. september - Bandarísku gamanþættirni Fullt hús hófu göngu sína á ABC.
- 25. september - Mongstadhneykslið: Statoil tilkynnti að framkvæmdir við olíuhreinsistöð í Mongstad færu 3,8 milljarða fram úr áætlun.
- 27. september - Þjóðernissinnaði íhaldsflokkurinn Magyar Demokrata Fórum var stofnaður í Ungverjalandi.
- 28. september - Önnur leikna þáttaröð Star Trek-þáttanna, Star Trek: Næsta kynslóð, hóf göngu sína í Bandaríkjunum.
- 29. september - Myndasögutímaritið Andrés Önd kom í fyrsta sinn út á samísku undir heitinu Vulle Vuojas.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Sjónvarpið hóf útsendingar alla daga vikunnar.
- 3. október - Fríverslunarsamningur Kanada og Bandaríkjanna var gerður.
- 6. október - Sænski njósnarinn Stig Bergling slapp úr fangelsi og flúði frá Svíþjóð með eiginkonu sinni. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Sten Wickbom, af sér.
- 7. október - Síkar lýstu yfir sjálfstæði Kalistans á Indlandi.
- 11. október - Spænsk þota varð eldsneytislaus í grennd við Ísland og nauðlenti á hafinu um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Sex mönnum var bjargað úr gúmmíbjörgunarbát um borð í Þorlák ÁR.
- 13. október - Kýrin Harpa synti yfir Önundarfjörð frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal á flótta þegar leiða átti hana til slátrunar. Eftir sundafrekið var hún nefnd Sæunn og fékk að lifa lengur.
- 15. október - Forseti Búrkína Fasó, Thomas Sankara, var myrtur ásamt tólf öðrum í valdaráni Blaise Compaoré.
- 15.-16. október - Ofviðrið í Englandi 1987: 23 létust í Suður-Englandi þegar stormur gekk yfir landið.
- 17. október - Brasilísk hjón voru tekin föst í Hveragerði með mesta magn kókaíns, sem fundist hafði í einu lagi á Íslandi, 450 grömm.
- 19. október - Mikið hrun á verðbréfavísitölunni Dow Jones leiddi til mikils hruns á vísitölum um allan heim á næstu dögum.
- 19. október - Bandarísk herskip eyðilögðu tvo íranska olíuborpalla í Persaflóa.
- 19. október - 102 létust þegar tvær farþegalestir skullu saman við Djakarta í Indónesíu.
- 23. október - Enski knapinn Lester Piggott var dæmdur í 2ja ára fangelsi fyrir skattsvik.
- 23. október - Stórmynd Bernardo Bertolucci, Síðasti keisarinn, var frumsýnd.
- 24. október - Tvö af virtustu tónlistarblöðum í Bretlandi höfðu Sykurmolana á forsíðu sinni og stuðlaði það að því að plata þeirra seldist í milljón eintökum.
- 28. október - Þáttur Hermanns Gunnarssonar, Á tali hjá Hemma Gunn, hóf göngu sína í Sjónvarpinu.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 7. nóvember - Zine El Abidine Ben Ali varð forseti Túnis þegar Habib Bourguiba var steypt af stóli.
- 7. nóvember - Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins.
- 8. nóvember - Sprengjutilræðið í Enniskillen: Ellefu létust í sprengjutilræði IRA í Enniskillen á Norður-Írlandi.
- 12. nóvember - Metsöluplata Bjartmars Guðlaugssonar, Í fylgd með fullorðnum, kom út.
- 12. nóvember - Fyrsti Kentucky Fried Chicken-staðurinn var opnaður í Beijing í Kína.
- 15. nóvember - Brașov-uppreisnin hófst í Rúmeníu.
- 18. nóvember - Eldsvoðinn í King's Cross: 31 lést í eldsvoða í neðanjarðarlestarstöðinni við King's Cross í London.
- 18. nóvember - Íran-Kontrahneykslið: Þingnefndir lýstu því yfir að Ronald Reagan bæri ábyrgð á vopnasendingum.
- 20. nóvember - Stjórn Statoil í Noregi sagði af sér vegna Mongstadhneykslisins.
- 28. nóvember - South African Airways flug 295 hrapaði í Indlandshaf við Máritíus. Allir um borð fórust.
- 29. nóvember - Félagið Ísland-Palestína var stofnað.
- 29. nóvember - Korean Air flug 858 fórst og 115 létust þegar sprengja sprakk um borð. Norðurkóreskir útsendarar höfðu komið henni fyrir.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 2. desember - Málflutningur í málinu Hustler Magazine gegn Falwell fór fram fyrir hæstarétti Bandaríkjanna.
- 8. desember - Stofnuð voru samtökin Ný dögun um sorg og sorgarviðbrögð.
- 8. desember - Samningur um útrýmingu skammdrægra eldflauga á landi var undirritaður af Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Hvíta húsinu í Washington.
- 8. desember - Fyrsta palestínska uppreisnin gegn hernámi Ísraelshers á Vesturbakkanum og Gasaströndinni hófst.
- 9. desember - Windows 2.0 kom út. Meðal nýjunga var að gluggar gátu náð yfir hvern annan.
- 12. desember - Hótel Ísland var tekið í notkun með 90 ára afmælisveislu Blaðamannafélagsins.
- 14. desember - Í Noregi voru sett lög um 40% kynjakvóta í öllum opinberum nefndum, stjórnum og ráðum.
- 16. desember - Stórréttarhöldunum í Palermó lauk með því að 19 mafíuforingjar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi.
- 17. desember - Gustáv Husák sagði af sér sem aðalritari tékkneska kommúnistaflokksins.
- 18. desember - Tölvuleikurinn Final Fantasy kom út í Japan.
- 18. desember - Larry Wall bjó til forritunarmálið Perl.
- 20. desember - Yfir 4000 manns fórust þegar filippeyska farþegaskipið Dona Paz brann og sökk eftir árekstur.
- 22. desember - Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík gekk í gildi og leysti af hólmi aðra, sem var meira en hálfrar aldar gömul.
- 31. desember - TV3 hóf starfsemi í Danmörku.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Hamassamtökin voru stofnuð í Palestínu.
- Íslenska hljómsveitin Nýdönsk var stofnuð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 10. janúar - César Cielo, brasilískur sundmaður.
- 27. janúar - Lily Donaldson, ensk fyrirsæta.
- 2. febrúar - Giuseppe Rossi, ítalskur knattspyrnumaður.
- 21. febrúar - Anthony Walker, breskur námsmaður (d. 2005).
- 1. mars - Sammie, bandarískur söngvari.
- 2. mars - Guðmundur Óskar Guðmundsson, íslenskur bassaleikari og hljómborðsleikari (Hjaltalín, Jeff Who?).
- 9. apríl - Jesse McCartney, bandarískur söngvari og leikari.
- 22. maí - Novak Djokovic, serbneskur tennisleikari.
- 24. júní - Lionel Messi, argentinskur knattspyrnumadur.
- 18. ágúst - Haraldur Leví Gunnarsson, íslenskur trommuleikari.
- 25. ágúst - Amy MacDonald, skosk söngkona.
- 22. september - Tom Felton, breskur leikari.
- 26. september - Kim Yo-jong, norður-kóreskur stjórnmálamaður.
- 18. október - Zac Efron, bandarískur söngvari og leikari.
- 4. nóvember - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 5. nóvember - Kevin Jonas, bandarískur tónlistarmaður.
- 23. nóvember - Kasia Struss, pólsk fyrirsæta.
- 17. desember - Chelsea Manning, bandarískur uppljóstrari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 18. janúar - Rannveig Þorsteinsdóttir, íslenskur lögfræðingur og alþingismaður (f. 1904)
- 2. febrúar - Alistair MacLean, skoskur rithöfundur (f. 1922).
- 4. febrúar - Liberace, bandarískur skemmtikraftur (f. 1919).
- 4. febrúar - Carl Rogers, bandarískur sálfræðingur (f. 1902).
- 7. febrúar - Claudio Villa, ítalskur söngvari (f. 1926).
- 22. febrúar - Andy Warhol, bandarískur listamaður (f. 1928).
- 1. mars - Bertrand de Jouvenel, franskur rithöfundur (f. 1903).
- 11. apríl - Primo Levi, ítalskur efnafræðingur (f. 1919).
- 14. maí - Rita Hayworth, bandarísk leikkona (f. 1918).
- 18. júní - Harold F. Cherniss, bandarískur fornfræðingur (f. 1904).
- 18. júní - Tryggvi Ófeigsson, íslenskur útgerðarmaður (f. 1896).
- 22. júní - Fred Astaire, bandarískur dansari og leikari (f. 1899).
- 25. júlí - Ásgeir Blöndal Magnússon, málfræðingur og orðabókarhöfundur (f. 1909).
- 17. ágúst - Rudolf Hess, varamaður Adolfs Hitlers í Þýskalandi nasismans (f. 1894).
- 22. ágúst - Arne Brustad, norskur knattspyrnumaður (f. 1912).
- 19. september - Einar Gerhardsen, forsætisráðherra Noregs (f. 1897).
- 22. september - Hákun Djurhuus, færeyskur stjórnmálamaður (f. 1908).
- 19. október - Jacqueline Du Pré, enskur sellóleikari (f. 1945).
- 20. október - Andrej Kolmogorov, rússneskur stærðfræðingur (f. 1903).
- 23. október – Alejandro Scopelli, argentínskur knattspyrnumaður og -þjálfari (f. 1908).
- 24. desember - Ragnar H. Ragnar, íslenskt tónskáld (f. 1898).