Aretha Franklin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Aretha Franklin
Aretha árið 1967.

Aretha Louise Franklin (fædd 25. mars 1942, látin 16. ágúst 2018.) var bandarísk söngkona sem einkum söng gospel-, sálar- og ryþmablústónlist. Hún hefur oft verið nefnd drottning sálartónlistarinnar. Hún er sú kona sem hefur fengið næstflest Grammyverðlaun, á eftir Alison Krauss. Franklin fæddist í Tennesseefylki í Bandaríkjunum en ólst upp í Detroit, Michigan. Pabbi hennar var prestur og sem barn söng hún ásamt systrum sínum í kirkjukórnum í kirkjunni hans. Þær sungu fyrst inn á upptöku fjórtán ára að aldri. Hún átti nokkur vinsæl lög í upphafi sjöunda áratugsins hjá Columbia útgáfufyrirtækinu, „Rock-a-bye Your Baby with a Dixie Melody“ þeirra frægast. Árið 1967 skipti hún yfir til Atlantic útgáfufyrirtækisins og þá komst hún fyrst almennilega á skrið. Meðal þekktustu laga sem Franklin hefur sungið eru „Respect“, „(You Make Me Feel Like) A Natural Woman“ og „I Say a Little Prayer“ (sem hafði þegar verið gefið út í flutningi Dionne Warwick).

Franklin lést á heimili sínu í Detroit í ágúst 2018. Banamein hennar var briskrabbamein. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Aretha Franklion er látin Vísir, skoðað 16. ágúst, 2018