Aretha Franklin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aretha Franklin
Aretha árið 1967.

Aretha Louise Franklin (25. mars 1942 - 16. ágúst 2018) var bandarísk söngkona sem einkum söng gospel-, sálar- og ryþmablústónlist. Hún hefur oft verið nefnd drottning sálartónlistarinnar. Hún er sú kona sem hefur fengið næstflest Grammyverðlaun, á eftir Alison Krauss. Franklin fæddist í Tennesseefylki í Bandaríkjunum en ólst upp í Detroit, Michigan. Pabbi hennar var prestur og sem barn söng hún ásamt systrum sínum í kirkjukórnum í kirkjunni hans. Þær sungu fyrst inn á upptöku fjórtán ára að aldri. Hún átti nokkur vinsæl lög í upphafi sjöunda áratugsins hjá Columbia útgáfufyrirtækinu, „Rock-a-bye Your Baby with a Dixie Melody“ þeirra frægast. Árið 1967 skipti hún yfir til Atlantic útgáfufyrirtækisins og þá komst hún fyrst almennilega á skrið. Meðal þekktustu laga sem Franklin hefur sungið eru „Respect“, „(You Make Me Feel Like) A Natural Woman“ og „I Say a Little Prayer“ (sem hafði þegar verið gefið út í flutningi Dionne Warwick).

Franklin lést á heimili sínu í Detroit þann 16. ágúst 2018. Banamein hennar var briskrabbamein. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Aretha Franklion er látin Vísir, skoðað 16. ágúst, 2018