Fara í innihald

KFC

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kentucky Fried Chicken)
KFC veitingastaður í Pretoría í Suður-Afríku.

KFC Corporation eða Kentucky Fried Chicken er bandarískur skyndibitastaður sem að sérhæfir sig í steiktum kjúklingaréttum. Keðjan er fimmta stærsta skyndibitakeðja heims og rekur yfir 30 þúsund útibú í yfir 150 löndum.[1][2] Fyrirtækið var stofnað árið 1952 af Colonel Sanders og var fyrsti veitingastaður keðjunnar opnaður í Salt Lake City í Utahríki.[3] Höfuðsstöðvar keðjunnar eru í Louisville í Kentucky.

KFC á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta útibú KFC á Íslandi opnaði 9. október 1980 að Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði.[4] Árið 2024 rekur KFC átta veitingastaði á landinu. Þrjá veitingastaði í Reykjavík og einn í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Selfossi og Reykjanesbæ.[5] Árið 2021 voru viðræður um opnun KFC á Akureyri, en ekkert gerðist í þeim efnum.[6] Helgi Vilhjálmsson rekur KFC á Íslandi. KFC er elsta starfandi erlenda keðja á Íslandi. Rétt eins og Domino's notar KFC Íslensk hráefni í matinn.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „YUM! Brands, Form 10-K, Annual Report, Filing Date Feb 22, 2018“. secdatabase.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. maí 2018. Sótt 3. maí 2018.
  2. „KFC“, Wikipedia (enska), 31. júlí 2024, sótt 4. ágúst 2024
  3. „KFC Corporation“. OpenCorporates. 11. febrúar 1971. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2024. Sótt 11. apríl 2024.
  4. „KFC á Íslandi 40 ára í dag“. DV. 9. október 2020. Sótt 4. ágúst 2024.
  5. „KFC | Höfuðborgarsvæðið | 30 mínútna afhending | Wolt“. wolt.com. Sótt 4. ágúst 2024.
  6. Stefánsson, Ingólfur (5. júní 2021). „KFC í við­ræðum um opnun á Akur­eyri“. Sótt 4. ágúst 2024.
  7. https://grapevine.is/mag/articles/2019/03/06/broken-chains-the-struggles-of-foreign-fast-food-in-iceland/. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)