César Cielo
Útlit
César Augusto Cielo Filho (fæddur 10. janúar 1987 í Santa Barbara d'Oeste, São Paulo) er brasilískur sundmaður. Hann hefur sérhæft sig í að synda stystu skriðsundssprettina, s.s. 50 og 100 metra. 16. ágúst 2008 vann hann gullverðlaun í 50 metra skriðsundi á ólympíuleikunum 2008 í Peking. Var það fyrsta ólympíugull Brasilíu í sundi. Í undanrásum setti hann nýtt ólympíumet, bætti það í undanúrslitum og var 0,2 sekúndum frá nýju heimsmeti í úrslitunum.
Hann vann einnig brons í 100 metra skriðsundi á sömu leikum, var þó jafn bandaríkjamanninum Jason Lezak.
César Cielo stundar nám við Auburn University í Auburn í Alabama og keppir með liði skólans, „Auburn Tigers“. Í heimalandinu syndir hann fyrir Esporte Clube Pinheiros.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Afrekaskrá Geymt 27 ágúst 2011 í Wayback Machine