Fara í innihald

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flugstöðin árið 2016.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2006

Flugstöð Leifs Eiríkssonar, oftast kölluð Leifsstöð, er flugstöð Keflavíkurflugvallar sem er stærsti flugvöllur Íslands og sá sem mestallt millilandaflug fer um. Í flugstöðinni er meðal annars fríhöfn. Flugstöðin er rekin af sérstöku opinberu hlutafélagi, Isavia ohf.

Öryggisgæsla

[breyta | breyta frumkóða]

Við inngöngu í fríhöfnina fara farþegar í gegnum málmleitartæki auk þess sem farangur þeirra er gegnumlýstur. Starfsmenn fríhafnarinnar, flugvallarins og áhafnir fara hins vegar í gegnum öryggisgæslu annars staðar í byggingunni. Þeir farþegar sem ferðast innan Schengen þurfa undir venjulegum kringumstæðum ekki að fara í gegnum vegabréfaeftirlit við komu eða för til landsins. Fólk sem vinnur við innritun biður þó gjarnan um að sjá ferðaskilríki auk þess sem að farþegi þarf ávallt að hafa vegabréf meðferðist þegar ferðast er innan Schengen ríkja utan Norðurlanda.

Við komu í fríhöfnina er allur farangur annaðhvort gegnumlýstur eða leitað í honum, og stundum bæði.

Fríhöfnin

[breyta | breyta frumkóða]

Fríhafnarsvæðið er aðgengilegt bæði brottfarar- og komufarþegum sökum hönnunar stöðvarinnar, í fríhafnarsvæðinu er bar og ýmsar verslanir.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]