Kringlumýri
Útlit
Kringlumýri er svæði í Reykjavík, sem nú er þekktast fyrir verslanamiðstöðina Kringluna sem þar stendur. Hún var eiginlegt mýrlendi fram á tuttugustu öld, og náði þá yfir megnið af svæðinu milli Grensáss og Rauðarárholts. Mýrin var ræst fram nálægt miðri öldinni (skurðurinn/lækurinn rann norður í Fúlutjörn), og byggðist á síðari hluta hennar. Kringlan og Kringlumýrarbraut draga nafn sitt af henni.
Þessi landafræðigrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.