Fara í innihald

Hrófbergshreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hrófbergshreppur á árunum 1944-1986
Hrófbergshreppur til ársins 1943

Hrófbergshreppur (áður Staðarhreppur eða Staðarsveit) var hreppur við Steingrímsfjörð í Strandasýslu, kenndur við bæinn Hrófberg.

Árið 1942 var hreppnum skipt í tvennt og hét innri hlutinn nafninu áfram en sá ytri fékk nafnið Hólmavíkurhreppur. Hinn 1. janúar 1987 voru hrepparnir sameinaðir aftur, að þessu sinni undir nafni Hólmavíkurhrepps.

Jarðir í Hrófbergshreppi árið 1858:

 • Hrófá
 • Víðidalsá
 • Þiðriksvellir
 • Vatnshorn
 • Skeljavík
 • Kálfanes
 • Ós
 • Fitjar, hjáleiga
 • Hrófberg
 • Víðivellir
 • Kirkjuból
 • Hólar
 • Staður í Sleingrímsfirði
 • Aratúnga, hjáleiga
 • Kleppstaðir
 • Grænanes
 • Geirmundarstaðir
 • Gilsstaðir

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.