Breska sérsveitin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sérsveitarmaður á æfingu í Danmörku 1955.

Breska sérsveitin er sérsveit Breska hersins stofnuð árið 1941, upphaflega sem hersveit og síðan frá 1950 sem 22. sérsveitarherdeild. Sérsveitin fæst við leynileg könnunarverkefni, baráttu gegn hryðjuverkahópum, beinar aðgerðir og björgun gísla. Sérsveitin öðlaðist frægð þegar henni tókst að bjarga öllum gíslum nema einum frá gíslatökunni í sendiráði Írans í London 1980. Sérsveitin tók einnig þátt í aðgerðum í Falklandseyjastríðinu og gegn írska lýðveldishernum.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.