Chelsea Manning
Chelsea Manning | |
---|---|
![]() | |
Fædd | 17. desember 1987 |
Þjóðerni | Bandarísk |
Störf | Hermaður, aðgerðasinni |
Undirskrift | |
![]() |
Chelsea Elizabeth Manning[1] (fædd undir nafninu Bradley Edward Manning þann 17. desember 1987) er bandarískur aðgerðasinni[2] og uppljóstrari. Hún er fyrrverandi hermaður í Bandaríkjaher en var dæmd sek fyrir herrétti í júlí árið 2013 fyrir brot gegn njósnalögum eftir að hún lak um 750.000 leynilegum eða viðkvæmum hernaðarskjölum til WikiLeaks.[3] Manning dvaldi í fangelsi frá 2010 til 2017 og aftur frá 2019 til 2020.
Manning er trans kona og gaf út tilkynningu þess efnis árið 2013 að hún hefði upplifað sig kvenkyns frá æsku og vildi ganga undir nafninu Chelsea Manning. Hún lýsti jafnframt yfir áhuga á að hefja hormónameðferð.[4]
Manning var staðsett með bandarísku herliði í Írak sem upplýsingagreinir árið 2009 og hafði því aðgang að ýmsum leyniskjölum. Snemma árs 2010 lak hún ýmsum af þessum leyniskjölum í WikiLeaks og viðurkenndi verknaðinn fyrir kunningja sínum, Adrian Lamo.[5] Lamo lét rannsóknardeild hersins vita af því að Manning stæði fyrir lekanum og Manning var í kjölfarið handtekin í maí sama ár.[6] Meðal gagnanna sem Manning lak voru myndbönd af loftárásum Bandaríkjahers á Bagdad árið 2007 og á afganska þorpið Granai árið 2009; 251.287 leynileg skilaboð frá bandarísku erindrekum[7] og 482.832 hernaðarskýrslur.[8][9] WikiLeaks birti gögnin frá apríl 2010 til apríl 2011.
Manning var ákærð fyrir 22 glæpi, þar á meðal fyrir að koma óvininum til hjálpar, sem var alvarlegasta ákæruatriðið og hefði getað leitt til dauðadóms gegn henni.[10] Manning var haldið í herfangelsi í Virginíu frá júlí 2010 til apríl 2011 í einangrunarvist[11] en var síðan færð í herfangelsi í Leavenworth-virki í Kansas og var þar leyft að blanda geði við aðra fanga.[12] Manning lýsti sig seka af 10 ákæruatriðum í febrúar árið 2013.[13] Réttarhöld um hin ákæruatriðin hófust þann 3. júní árið 2013 og þann 30. júlí var hún sakfelld fyrir 17 af upprunalegu ákærunum og breyttar útgáfur af fjórum til viðbótar. Manning var hins vegar hreinsuð af ákæru um að aðstoða óvininn.[14] Hún var dæmd til 35 ára fangelsisvistar í Leavenworth-virki.[15][16] Þann 17. janúar árið 2017 lét Barack Obama, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, milda dóminn yfir Manning í sjö ára fangelsi frá handtöku hennar árið 2010.[17][18] Manning var því látin laus og hefur upp frá því unnið fyrir sér sem fyrirlesari.[19]
Árið 2018 bauð Manning sig fram á móti Ben Cardin, sitjandi öldungardeildarþingmanni Demókrataflokksins, í forvali flokksins fyrir Maryland-fylki.[20] Í forkjörinu þann 26. 2018 hlaut Manning aðeins 5,7% og Cardin vann endurútnefningu flokksins með 80,5% greiddra atkvæða.[21]
Í mars árið 2019 var Manning handtekin á ný fyrir að neita að bera vitni í tengslum við rannsókn bandarísku lögreglunnar á WikiLeaks.[22]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Ernesto Londoño. „Convicted leaker Bradley Manning changes legal name to Chelsea Elizabeth Manning“. The Washington Post. Sótt 5. apríl 2014.
- ↑ „Transgender activist Chelsea Manning's Senate video listed as 'inappropriate' by YouTube“. PinkNews. Sótt 5. apríl 2014.
- ↑ Manning, Chelsea E. (May 27, 2015). „The years since I was jailed for releasing the 'war diaries' have been a rollercoaster“. The Guardian. Sótt May 28, 2015.
- ↑ Manning, Chelsea E. (August 22, 2013). „The Next Stage of My Life“. Press release. Archived from the original on August 22, 2013.
As I transition into this next phase of my life, I want everyone to know the real me. I am Chelsea Manning. I am a female. Given the way that I feel, and have felt since childhood, I want to begin hormone therapy as soon as possible. ...I also request that...you refer to me by my new name and use the feminine pronoun.... Thank you, Chelsea E. Manning
- ↑ Hansen, Evan (July 13, 2011). „Manning-Lamo Chat Logs Revealed“. Wired.
- ↑ „Alleged Army Whistleblower Felt "Isolated"“. CBS News. July 7, 2010.
- ↑ „Secret US Embassy Cables“. WikiLeaks. November 28, 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 28, 2015. Sótt May 28, 2015.
- ↑ „Iraq War logs“. WikiLeaks. October 22, 2010. Sótt May 28, 2015.
- ↑ „Afghan War diary“. WikiLeaks. July 25, 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 1, 2020. Sótt May 28, 2015.
- ↑ Miklaszewski, Jim & Kube, Courtney (March 2, 2011). „Manning faces new charges, possible death penalty“. MSNBC.
- ↑ Nicks 2012, pp. 237, 246
- ↑ „WikiLeaks suspect transferred to Fort Leavenworth“. The Oklahoman. Associated Press. April 19, 2011.
- ↑ „Judge accepts Manning's guilty pleas in WikiLeaks case“. CBS News. February 28, 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann október 29, 2013. Sótt apríl 5, 2019.
- ↑ Pilkington, Ed (July 31, 2013). „Bradley Manning verdict: cleared of 'aiding the enemy' but guilty of other charges“. The Guardian.
the soldier was found guilty in their entirety of 17 out of the 22 counts against him, and of an amended version of four others.
- ↑ Sledge, Matt (August 21, 2013). „Bradley Manning Sentenced To 35 Years In Prison For WikiLeaks Disclosures“. The Huffington Post.
- ↑ Hanna, John (August 21, 2013). „Manning to Serve Sentence at Famous Leavenworth“. ABC News. Associated Press. Archived from the original on August 21, 2013.
- ↑ Savage, Charlie (January 17, 2017). „Obama Commutes Bulk of Chelsea Manning's Sentence“. The New York Times. Sótt January 17, 2017.
- ↑ „Chelsea Manning freed from prison decades early“. BBC News. Sótt May 17, 2017.
- ↑ Fritze, John (February 16, 2018). „Is Chelsea Manning's Senate campaign for real? 'I'm willing to put myself out there'“. The Baltimore Sun. Afrit af upprunalegu geymt þann apríl 5, 2019. Sótt apríl 5, 2019.
- ↑ Jouvenal, Justin (January 13, 2018). „Chelsea Manning files to run for U.S. Senate in Maryland“. The Washington Post.
- ↑ „2018 Primary Election Results“. The Baltimore Sun. June 26, 2018. Sótt June 26, 2018.
- ↑ „Manning fangelsuð fyrir að neita að bera vitni“. mbl.is. 9. mars 2019. Sótt 5. apríl 2019.