Háskólinn á Akureyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Háskólinn á Akureyri
Merki skólans
Stofnaður: 1987
Gerð: Ríkisháskóli
Rektor: Eyjólfur Guðmundsson
Nemendafjöldi: 2000
Staðsetning: Akureyri, Ísland
Vefsíða

Háskólinn á Akureyri er háskóli í bænum Akureyri á Íslandi sem stofnaður var árið 1987. Hann hefur vaxið mikið síðan og í dag eru þar skráðir í kring um 1.500 nemendur en af þeim eru um 500 í fjarnámi en um 900 í staðbundnu námi. Skólinn er meðal þeirra fremstu á Íslandi á sviði fjarnáms.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Íslandsklukkan við Sólborg

Háskólinn á Akureyri var stofnaður 5. september 1987 og starfaði hann fyrst í stað í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri að Þingvallastræti 23. Fyrsti rektor skólans var Haraldur Bessason. Fyrstu útskriftarnemarnir voru 10 iðnrekstrarfræðingar, útskrifaðir 1989. Fyrstu framhaldsnemarnir voru útskrifaðir með M.Sc. í hjúkrunarfræðum 26. febrúar 2000.

Nám[breyta | breyta frumkóða]

Fjölbreytt nám er í boði við Háskólann á Akureyri, bæði á grunnstigi og framhaldsstigi. Kennsla fer fram á þremur vítt skilgreindum fræðasviðum veturinn 2009-2010. Þau eru:

Heilbrigðisvísindasvið[breyta | breyta frumkóða]

Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri starfrækir þrjár deildir; hjúkrunarfræðideild og iðjuþjálfunarfræðideild sem bjóða grunnnám til bakkalárprófs (B.s.) og framhaldsnámsdeild sem býður upp á þverfaglegt framhaldsnám til meistaragráðu (M.s.) og diplómugráðu í heilbrigðisvísindum.

Margvíslegar rannsóknir í heilbrigðisvísindum eru stundaðar á heilbrigðisvísindasviði sem tengjast inn í framhaldsnámsdeildina og eru í samræmi við stefnu og grunnmarkmið heilbrigðisvísindasviðs og stefnu Háskólans á Akureyri hverju sinni.

Hug- og félagsvísindasvið[breyta | breyta frumkóða]

Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri spannar þrjár deildir; félagsvísindadeild, kennaradeild og lagadeild. Þar er boðið upp á fjölbreytt grunnnám til bakkalárprófs (B.A. og B.Ed.) og framhaldsnám til meistaraprófs (M.A., M.Ed., M.l. og ll.M). Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri tilheyrir sviðinu einnig og starfar það í nánum tengslum við kennaradeild að þróunar- og umbótastarfi í skólum, ásamt ráðgjöf og fræðslu.

Námið einkennist af fjölbreyttum áherslum sem koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga nemenda. Hver deild hefur sína sérstöðu: Í lagadeild er boðið upp á alþjóðatengt nám og lotukennslu; í félagsvísindadeild eru þverfaglegar áherslur, rannsóknarþjálfun og fjölbreytt val áherslusviða í samvinnu við aðra háskóla; í kennaradeild er byggt á heildstæðri sýn á menntun, nemendur, kennara, skóla og rannsóknir. Með nánu samstarfi við Miðstöð skólaþróunar skapast einnig ómetanleg tenging kennaranáms við þróun á vettvangi og margs konar sérþekkingu.

Í félagsvísindadeild er boðið upp á nám í eftirfarandi greinum:

Í kennaradeild er boðið upp nám til B.Ed.-gráðu í kennarafræði sem er fullt þriggja ára nám, 180 einingar. Einnig er boðið uppá nám til M.Ed.-gráðu sem veitir kennsluréttindi

Í lagadeild fer fram kennsla í lögfræði bæði á grunn- og framhaldsstigi. Boðið er uppá þriggja ára nám í lögfræði til B.A.-gráðu í lögfræði sem opnar möguleika á framhaldsnámi í lögfræði. Við Háskólann á Akureyri er boðið tveggja ára nám í lögfræði á meistarastigi sem lýkur með prófgráðunni Magister Legis (M.L.). Sú prófgráða, í framhaldi af þriggja ára námi til B.A.-gráðu í lögfræði, jafngildir hefðbundnu fimm ára námi til embættisprófs í lögfræði (cand.jur.)

Viðskipta- og raunvísindasvið[breyta | breyta frumkóða]

Viðskipta- og raunvísindasviði er skipt í auðlindadeild og viðskiptadeild.

Innan auðlindadeildar er boðið upp á nám á grunnstigi (bakkalárnám) í eftirfarandi greinum:

Deildin býður einnig upp á rannsóknatengt framhaldsnám á meistarastigi í auðlindafræðum (líftækni, sjávarútvegs- og fiskeldisfræði, umhverfis- og orkufræði).

Að auki útskrifa Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri sameiginlega meistaranemendur (M.Sc.) í endurnýjanlegum orkufræðum, en RES Orkuskóli hefur höfuðstöðvar á Akureyri.

Í viðskiptadeild er boðið upp á bæði bakkalárnám og meistaranám í viðskiptafræði.

Stofnanir[breyta | breyta frumkóða]

Innan vébanda Háskólans á Akureyri eru starfræktar ýmsar stofnanir sem sinna rannsóknum og ýmiss konar þjónustu við fræðasamfélagið.

Rannsóknastofnanir[breyta | breyta frumkóða]

 • Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri
 • Matvælasetur Háskólans á Akureyri
 • Rannsóknamiðstöð ferðamála
 • Rannsóknasetur forvarna
 • Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri
 • Skólaþróunarsvið
 • Sjávarútvegsmiðstöðin

Þjónustustofnanir[breyta | breyta frumkóða]

 • Bókasafn Háskólans á Akureyri
 • Félagsstofnun stúdenta við Háskólann á Akureyri
 • Símenntun Háskólans á Akureyri
 • Útgáfa Háskólans á Akureyri

Félagslíf[breyta | breyta frumkóða]

Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, FSHA er félag allra innritaðra stúdenta við Háskólann á Akureyri. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn aðildarfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki skólans að hagsmunamálum, kynningarmálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint.[1]

Sjö aðildarfélög eiga aðild að FSHA. Aðildarfélög FSHA eru sviðs- og deildarfélög. Starfsemi þeirra og hlutverk hafa þróast gegnum árin og tekið breytingum eins og starfsemi og hlutverk FSHA. Félögin eru:

 • Data, félag tölvunarfræðinema, var stofnað árið 2016.
 • Eir, félag heilbrigðisnema, var stofnað árið 1990.
 • Kumpáni, félag félagsvísindanema, var stofnað árið 2004.
 • Magister, félag kennaranema, var stofnað árið 1993.
 • Reki, félag viðskiptafræðinema, var stofnað árið 1990.
 • Stafnbúi, félag auðlindafræðinema, var stofnað árið 1990.
 • Þemis, félag laga- og lögreglufræðinema, var stofnað árið 2005.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri. (e.d.). Um FSHA. Sótt af https://www.fsha.is/is/um-fsha 11. desember 2017 [1]
 2. Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri. (e.d.). Aðildarfélög. Sótt af https://www.fsha.is/is/undirfelog 11. desember 2017
Íslenskir háskólar

Háskóli Íslands | Háskólinn á Akureyri | Háskólinn á Bifröst | Háskólinn í Reykjavík | Hólaskóli | Landbúnaðarháskóli Íslands | Listaháskóli Íslands