Fara í innihald

Uppboð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Uppboð í gangi í Bandaríkjunum

Uppboð er leið til þess að kaupa og selja vörur eða þjónustur með því að bjóða þær út til annarra. Vörurnar eru seldar bjóðandanum með hæsta boðið. Oft eru listaverk, forngripir, bílar og fasteignir seldar á uppboði. Í dag eru tvenns konar uppboð algeng:

  • hefðbundið uppboð — þar sem uppboðshaldarinn tekur á móti boðum frá bjóðendum á staðnum eða símleiðis. Fyrir uppboðið má skoða vörurnar sem í boði eru og oft er prentuð vöruskrá
  • netuppboð — boðum er móttekið rafleiðis og engin vöruskrá er í boði. Ekki er hægt að skoða vörurnar áður en að bjóða í þær og oftast á uppboðið sér stað í nokkra daga. eBay er dæmi um netuppboðsvef

Við sölu á uppboði eru sölulaun borguð til uppboðshaldarans. Oftast eru sölulaunin prósenta verðsins sem varan selst á. Á mörgum löndum eru svokölluð uppboðshús sem halda uppboð. Sem dæmi má nefna Sotheby's og Christie's.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.