Skúlagata
Jump to navigation
Jump to search
Skúlagata er gata í Reykjavík kennd við Skúla Magnússon landfógeta. Hún er milli Höfðatúns og Ingólfsstrætis en er þó klippt í sundur af Snorrabraut. Eldra heiti Skúlagötu er Vindheimagata, sem vísar til torfbæjarins Vindheima sem stóð við norðvesturenda Klapparstígs.
Ríkisútvarpið var með starfsemi sína að Skúlagötu 4 frá 1959-1987, þegar starfsemi þess var flutt í Efstaleiti. Þar eru nú til húsa Sjávarútvegsráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Hluti Skúlagötu, frá Snorrabraut að Höfðatúni, mun í framtíðinni verða kallað Bríetartún eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Skúlagata er einnig staðsett í Borgarnesi.