Skúlagata
Skúlagata er gata í Reykjavík kennd við Skúla Magnússon landfógeta. Hún náði áður milli Höfðatúns og Ingólfsstrætis, en eftir 2012 hefur vegurinn frá Snorrabraut að Höfðatúni heitið Bríetartún. Eldra heiti Skúlagötu er „Vindheimagata“, sem vísar til torfbæjarins Vindheima sem stóð við norðvesturenda Klapparstígs, en þangað náði gatan til 1914 þegar hún var lengd til vesturs við lagningu járnbrautar frá Öskjuhlíð að Reykjavíkurhöfn. Árið 1918 var ákveðið að nefna götuna Skúlagötu.
Ríkisútvarpið var með starfsemi sína að Skúlagötu 4 frá 1959-1987, þegar starfsemi þess var flutt í Efstaleiti. Þar eru nú til húsa Sjávarútvegsráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Hluti Skúlagötu, frá Snorrabraut að Höfðatúni fékk árið 2012 heitið Bríetartún eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Skúlagata er einnig staðsett í Borgarnesi.