Sykurmolarnir
Sykurmolarnir var íslensk hljómsveit, stofnuð árið 1986 í framhaldi af stofnun Smekkleysu SM. Stofnendur Sykurmolanna voru Bragi Ólafsson, Björk Guðmundsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Einar A. Melax, Friðrik Erlingsson og Sigtryggur Baldursson. Fyrsta útgáfa þeirra var smáskífa með lögunum Ammæli og Köttur. Fyrsta stóra platan þeirra hét Life's Too Good og naut mikilla vinsælda um allan heim. Sykurmolarnir voru einnig þekktir sem The Sugarcubes. Hljómsveitin hætti störfum 1992 en kom fram á endurkomutónleikum árið 2006.
Plötur[breyta | breyta frumkóða]
- Life's Too Good 1988
- Here Today, Tomorrow, Next Week! (Illur arfur, íslensk útgáfa) 1989
- Stick Around for Joy 1991
Safnplötur[breyta | breyta frumkóða]
- It's It (1992)
- The Great Crossover Potential (1998)