Kókaín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kókaín
Kókaín
Kókaín
Kókaín

Kókaín er vímugjafi og öflugt fíkniefni.

Kókaín er eitt áhrifamesta náttúrulega örvandi efnið. Það er búið til úr blöðum kókajurtarinnar sem finnst á hásléttum Andesfjalla í Suður-Ameríku. Upphaflega var kókaíns neytt sem deyfilyfs í Þýskalandi um miðja 19. öldina og var notað sem slíkt nokkuð fram á síðustu öld, sérstaklega meðal tann- og augnlækna.

Hættur við neyslu[breyta | breyta frumkóða]

Það er mikil hætta fólgin í því að nota kókaín, hvort heldur það er tekið gegnum nef, sprautað eða reykt. Stórir skammtar kókaíns geta valdið flogi og dauða vegna öndunartruflana, heilablóðfalli, blæðingum eða hjartabilunum. Ekki er til mótefni sem hægt er að nota ef of stórir skammtar kókaíns eru teknir. Langmest vex af kókaplöntunni í fjöllum Bólivíu og í Peru en til fjölda ára hafa kókalauf verið flutt í stórum stíl til Kólumbíu þar sem mesta fullvinnsla kókaíns hefur verið til margra ára, vegna mjög sterkra stöðu kókaínsframleiðinda er þar. En var um bil ekkert svo góð í Bólivíu vegna sterkra ýtaka Bandaríska hersins og Bandarísku DEA þar í landi. Virðast þar vera að gerast miklar breytingar á því, með tilkomu á eignaupptöku ríkisins á eigum bandarískra ríkisborgara, og útskúfun þeirra og slit á stjórmálasambandi ríkjanna.

Ýmislegt bendir til þess að þeir sem reykja eða sprauta sig með kókaíni séu í meiri hættu en þeir sem taka það í gegnum nefið [heimild vantar]. Þeir sem reykja það þjást oft af öndunarerfiðleikum og verkjum í brjósti sem tengjast lungnavandmálum og blæðingum. Að auki er meiri hætta á ávanabindingu ef kókaínið er reykt en ef það er tekið í gegnum nefið [heimild vantar]. Þeir sem sprauta sig eru í mun meiri hættu við að fá sjúkdóma sem breiðast út með blóðblöndun, s.s. eyðni. Mikil notkun kókaíns í gegnum nef getur hins vegar brennt upp brjóskið sem aðskilur nasaholin og jafnvel valdið því að það hverfur.

Notkun kókaíns[breyta | breyta frumkóða]

Kókaín hefur stundum verið kallað „fíkniefni ríka fólksins“ vegna þess að það þykir dýrt miðað við mörg önnur fíkniefni.

Notkun kókaíns hefur verið mikil í Bandaríkjunum og ræðst það af nokkrum þáttum s.s. efnahag Bandaríkjanna og nálægð landsins við Suður-Ameríku. Tilkoma krakks jók neyslu kókaíns gífurlega í Bandaríkjum og árið 1982 er talið að 5,6% bandarísku þjóðarinnar hafi notað kókaín [heimild vantar].

Kókaín hefur ekki verið það efni sem mikið er hefur verið notað hérlendis, en síðustu ár hefur verið vart við gífurlega aukningu á notkun kókaíns á Íslandi. Þarf ekki nema að líta til þess hve ótrúlega mikið magn hefur verið tekið af Yfirvöldum síðustu 2-3ár. Einnig hefur það kókaín sem lagt hefur verið hald á hérlendis síðustu ár, verið áberandi sterkt eða allt að 93-95% styrkleika sem er með því hreinasta sem mælist, þar sem að lámark íblöndunarefnis í hreinu efni er ávallt á bilinu 3-5% til að efnið sé meðfærilegra til inntöku um nef eða á annann hátt. Kókaín hefur þótt mjög dýrt á Íslandi og mun dýrara en til að mynda amfetamín sem er annað örvandi fíkniefni. Síðustu ár hafa reykingar efnisins í formi freebase aukist á Íslandi, en lítlar vísbendingar hafa fundist um krakk notkun á Íslandi [heimild vantar]. Munur þessara tveggja er í fljótubragði sá að freebase er efnasamband kókaínjóða og almoníaks. Krakk er aftur á móti efnasamband kókaínjóða og natróni, verkar á svipaðann hátt hvað varðar hækkun hitastigs eða vinnslu. Þessi er samt meira notuð þar sem mjög auðvelt er að komast yfir natrón, en erfitt getur verið að komast svo auðveldlega yfir Almoníak. Talið er að Krakk sé meira ávanabindandi auk þess hafi mjög fljótlega mikil áhrif á taugakerfi, svo og eðlilega hreifingu útlima. Áhrifin eru varanlegur skaði. Freebase er talið ekki skemma eins hratt og hafa minni varanleg áhrif, þó svo ljóst sé að efnið sem slíkt hafi ávallt slæm áhrif á líkama á allann hátt.