Salt Lake City
Útlit
Salt Lake City er fjölmennasta borg Utah-fylkis í Bandaríkjunum og er fylkishöfuðborgin. Borgina stofnsetti Brigham Young og Meðlimir kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu árið 1847. Íbúafjöldinn árið 2023 var um 209.500 (2023) en 1,2 milljónir á stórborgarsvæðinu.[1] Í námunda við borgina er Stóra-Saltvatn, gríðarstórt stöðuvatn.
Utah Jazz er körfuboltalið borgarinnar.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „QuickFacts – Salt Lake City, Utah“. United States Census Bureau. Sótt 9. desember 2024.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða] Þessi landafræðigrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.