Mosfellsbær
Mosfellsbær | |
|---|---|
Staðsetning Mosfellsbæjar | |
| Hnit: 64°10′N 21°43′V / 64.17°N 21.72°V | |
| Land | Ísland |
| Kjördæmi | Suðvesturkjördæmi |
| Þéttbýliskjarnar | Mosfellsbær |
| Stjórnarfar | |
| • Bæjarstjóri | Regína Ásvaldsdóttir |
| Flatarmál | |
| • Samtals | 186 km2 |
| • Sæti | 46. sæti |
| Mannfjöldi (2025) | |
| • Samtals | 13.715 |
| • Sæti | 7. sæti |
| • Þéttleiki | 73,74/km2 |
| Póstnúmer | 270, 271 |
| Sveitarfélagsnúmer | 1604 |
| Vefsíða | mos |
Mosfellsbær (einnig kallaður Mosó í talmáli) er sveitarfélag sem liggur norðaustan við Reykjavík. Mosfellsbær varð til 9. ágúst 1987 þegar Mosfellshreppur varð að bæjarfélagi. Íbúar eru um 14.180 í mars 2025.
Síðan 1933 hefur heitt vatn verið leitt úr Mosfellsbæ og til Reykjavíkur. Ullarvinnsla var mikilvæg grein í bænum og var þar framleiðsla við Álafoss frá 1919 til 1955. Nú er þar meðal annars aðsetur listamanna.
Íþróttir og afþreying
[breyta | breyta frumkóða]Í Mosfellsbæ er íþróttafélagið Afturelding. Tvær sundlaugar eru í Mosfellsbæ: Varmárlaug og Lágafellslaug. Göngustígar eru við Álafosskvos og við Reykjalund. Skógrækt og gönguleiðir eru við Úlfarsfell. Í sveitarfélaginu er Skólahljómsveit Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn
[breyta | breyta frumkóða]Í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sitja 11 fulltrúar sem kjörnir eru í hlutfallskosningu á fjögurra ára fresti. Síðast var kosið til bæjarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022.
Vinabæir
[breyta | breyta frumkóða]Heiðursborgarar
[breyta | breyta frumkóða]Fjórir einstaklingar eru heiðursborgarar Mosfellsbæjar:[1]
- 1972 – Halldór Laxness (1902–1998)[2][3]
- 2000 – Jón M. Guðmundsson (1920–2009)[4][5]
- 2007 – Salome Þorkelsdóttir (* 1927)[6][7]
- 2024 – Birgir D. Sveinsson (* 1939)[8]
Mosfellingur ársins
[breyta | breyta frumkóða]Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins síðan 2005. Blaðið kynnir Mosfelling ársins í fyrsta tölublaði hvers árs. Tuttugu einstaklingar hafa hlotið nafnbótina Mosfellingur ársins:[9]
| Ár | Nafn | |
|---|---|---|
| 2024 | Magnús Már Einarsson | Þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu |
| 2023 | Halldór Laxness Halldórsson | Skemmtikraftur og höfundur, betur þekktur sem Dóri DNA |
| 2022 | Halla Karen Kristjánsdóttir | Íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar |
| 2021 | Elva Björg Pálsdóttir | Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara |
| 2020 | Sigmar Vilhjálmsson | Sjónvarps-, fjölmiðla- og athafnamaður |
| 2019 | Hilmar Elísson | Bjargaði manni frá drukknun |
| 2018 | Óskar Vídalín | Stofnandi Minningarsjóðs Einars Darra |
| 2017 | Jón Kalman Stefánsson | Rithöfundur |
| 2016 | Guðni Valur Guðnason | Kringluskastari og Ólympíufari |
| 2015 | Sigrún Þuríður Geirsdóttir | Fyrsta íslenska konan til að synda Ermarsundið |
| 2014 | Jóhanna Elísa Engilhartsdóttir | Fyrsti sigurvegari í Biggest Loser á Íslandi |
| 2013 | Hljómsveitin Kaleo | |
| 2012 | Gréta Salóme | Söngkona og fiðluleikari |
| 2011 | Hanna Símonardóttir | Athafnakona |
| 2010 | Steindi Jr. | Skemmtikraftur og sjónvarpsmaður |
| 2009 | Embla Ágústsdóttir | Heimsmethafi í flugsundi |
| 2008 | Albert Rútsson | Athafnamaður og hóteleigandi |
| 2007 | Jóhann Ingi Guðbergsson | Bjargaði tveggja ára barni í Lágafellslaug |
| 2006 | Hjalti Úrsus Árnason | Afreksmaður í kraftlyftingum |
| 2005 | Sigsteinn Pálsson | Fyrrverandi bóndi á Blikastöðum |
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Heiðursborgari“. mos.is. Sótt 7. september 2025.
- ↑ Halldór Laxness heiðursborgari Mosfellshrepps, Morgunblaðið, 22. apríl 1972, bls. 2
- ↑ „Kraftaskáld vorra tíma“, Morgunblaðið, 3. maí 1972, bls. 11
- ↑ Jón M. Guðmundsson (minningargrein), Morgunblaðið, 7. maí 2009, bls. 29
- ↑ Heiðursborgari í Mosfellsbæ, Morgunblaðið, 31. október 2000, bls. 10
- ↑ Salome Þorkelsdóttir, vefsíða Alþingis, sótt 5. júní 2017
- ↑ Salóme gerð að heiðursborgara í Mosfellsbæ, Morgunblaðið, 10. ágúst 2007, bls. 2
- ↑ „Birgir D. Sveinsson heiðursborgari Mosfellsbæjar“. Mosfellsbær. 19 júní 2024. Sótt 29 júlí 2024.
- ↑ „Mosfellingur ársins“. mos.is. Sótt 7. september 2025.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Mosfellsbær
- Staldrað við í Mosfellshreppi, Morgunblaðið, 12. ágúst 1972, bls. 14–15