Sjálfstæðisbarátta Íslendinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Saga Íslands

Abraham Ortelius-Islandia-ca 1590.jpg

Eftir tímabilum

Miðaldir á Íslandi
Nýöld á Íslandi
Nútíminn á Íslandi
Eftir umfjöllunarefni

Sjálfstæðisbarátta Íslendinga kallast barátta íslensku þjóðarinnar fyrir sjálfsákvörðunarrétti í eigin málum, innri og ytri. Segja má að þessi barátta hafi staðið allt frá því að þjóðin glataði sjálfstæði sínu þegar Gamli sáttmáli var gerður við Hákon gamla árið 1262 og allt til 1918 er Ísland var viðurkennt frjálst og fullvalda ríki með eigið þing og eigin ríkisstjórn. Þessi barátta var lengi rislítil og jafnvel ekki meira en hljóðlát ósk í hugum landsmanna, en á 19. öld efldist hún mjög og tók kipp þegar Jörundur hundadagakonungur gerði valdaránstilraun á Ísland sumarið 1809. Sjálfstæðisbaráttan náði hámarki í baráttu Jóns Sigurðssonar, sem öðrum fremur var leiðtogi sjálfsstæðissinna og kristallast í orðunum „vér mótmælum allir“, sem féllu á þjóðfundinum 1851.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]