Fjórðungsdómur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fjórðungsdómur var dómstóll á Alþingi frá 965 til loka þjóðveldisaldar og störfuðu fjórir slíkir, einn fyrir hvern landsfjórðung, og var hver þeirra æðsti dómstóll í málum fjórðungsins. Þangað komu mál sem dæmd höfðu verið á vorþingum, sem voru lægsta dómsstigið. Rétt eftir árið 1000 var svo stofnaður fimmtardómur, sem var yfirréttur sem náði til landsins alls og mátti áfrýja þangað málum sem dæmd höfðu verið í fjórðungsdómi.

Líklegt er talið að hver goði hafi tilnefnt einn mann í hvern fjórðungsdóm þannig að þar hafi setið 36 menn og urðu allir að vera sammála um niðurstöðu. Í fimmtardómi réð aftur á móti einfaldur meirihluti.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]