Fara í innihald

Malmö

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Málmey (Svíþjóð))
Malmö
Málmhaugar
Loftmynd af Malmö
Loftmynd af Malmö
Fáni Malmö
Skjaldarmerki Malmö


Malmö er staðsett í Svíþjóð
Malmö
Malmö
Hnit: 55°36′21″N 13°02′09″A / 55.60583°N 13.03583°A / 55.60583; 13.03583
Land Svíþjóð
Hérað Skánn
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriKatrin Stjernfeldt Jammeh (S)
Flatarmál
 • Samtals332,6 km2
Hæð yfir sjávarmáli
12 m
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals360.249
 • Þéttleiki4.049/km2
TímabeltiUTC+1 (CET)
 • SumartímiUTC+2 (CEST)
Póstnúmer
2xx xx
Svæðisnúmer(+46) 40
Vefsíðawww.malmo.se

Malmö eða Málmhaugar (sænska: Malmö) er þriðja stærsta borg Svíþjóðar, á suðvesturhorni Skáns, andspænis Kaupmannahöfn við Eyrarsundið. Íbúar eru um 360.200 (2023). Malmö varð snemma ein af helstu iðnaðarborgum Norðurlanda

Íbúar Malmö eiga rætur víða, um fjórðungur íbúa eru fæddir erlendis og er um helmingur nemenda í grunnskólunum svo nefndir nýbúar eða afkomendur þeirra. Einnig eru fjölmargir múslimar í borginni eða um 16% íbúa.[heimild vantar]

Kort af Malmö frá 1594

Malmö á rætur að rekja til ferjustaðar fyrir erkibiskupinn af Lundi á 13. öld og var þá danskt land. Lundur er um 20 kílómetra norðaustur af Malmö.

Bygging Sankt Petri-kirkjunnar hófst 1290, hún er ein af elstu gotnesku kirkjubyggingunum á Norðurlöndum og sú elsta í núverandi Svíþjóð. Svipaðar kirkjur er að finna víða á því svæði sem Hansakaupmenn störfuðu á. Malmö var miðstöð Hansakaupmanna við Eyrarsund og einn af mikilvægusta bæjum Danaveldis. Eftir að Svíakonungar náðu undir sig Skáni 1658 varð hlutverk Malmö allt annað. Verslun og efnahagslíf dróst mjög saman og var þanning komið 1730 að einungis 282 íbúar voru í borginni. Það er ekki fyrr en á seinni hluta 19.aldar sem Malmö nær sér á strik að nýju og áttu nýir samgönguhættir með járnbrautarlestum mikinn þátt í því.

Landlýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Malmö liggur á 13°00' austur og 55°35' norður. Skemmra þaðan til ítölsku borgarinnar Mílanó en nyrstu sænsku borgarinnar Kiruna.

Með Eyrarsundsbrúnni varð Malmö aftur nátengd Kaupmannahöfn. Brúin var vígð 1. júlí ár 2000 og er 8 kílómetra löng. Öll tengingin, brú, tilbúin eyja (Piparhólminn) og göng undir hluta sundsins er 16 kílómetra löng. Þetta hefur gjörbreytt samgöngum, meðal annars fara lestir milli Malmö og Kaupmannahafnar á 20 mínútna fresti yfir brúna.

Efnahagslíf

[breyta | breyta frumkóða]

Efnahagslíf Malmö einkenndist lengi af þungaiðnaði og ekki síst skipasmíði þar sem stærst og frægast var Kockums. Nú eru flestar skipsmiðjur lokaðar og sama á við um annan þungaiðnað.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Knattspyrnulið borgarinnar er Malmö FF og hafa margir Íslendingar spilað með því. FC Rosengård er kvennaliðið í knattspyrnu. HK Malmö er handboltaliðið og Malmö Redhawks íshokkíliðið.

Íslendingar í Malmö

[breyta | breyta frumkóða]

Stór hópur Íslendinga fluttist búferlum til Malmö í atvinnuleit í lok sjöunda og byrjun áttunda áratugs síðustu aldar, þegar sem mest atvinnuleysi var á Íslandi. Fóru margir þeirra í störf hjá Kockums. Mjög margir þeirra hafa ílengst og er fjölmenn nýlenda Íslendinga og athafnasamt Íslendingafélag í borginni. [heimild vantar]

Fornt heiti borgarinnar á íslensku er Málmhaugar, en það mun vera upprunalegt norrænt heiti hennar. Á síðari tímum hefur borgin stundum verið nefnd Málmey á íslensku, en það er þýðing á sænska nafninu sem byggð er á rangtúlkun á uppruna þess, þ.e. með því að þýða sem ey.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]