Jónas H. Haralz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jónas H. Haralz (fæddur 6. október 1919, dáinn 13. febrúar 2012) var íslenskur hagfræðingur og bankastjóri Landsbankans frá 1969-1988.

Foreldrar Jónasar voru Haraldur Níelsson prófessor og Aðalbjörg Sigurðardóttir kennari og kvenréttindakona. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólann í Reykjavík 1938, stundaði nám í efnaverkfræði við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi 1938- 1940, nám í hagfræði, tölfræði, stjórnmálafræði og heimspeki við Stokkhólmsháskóla 1940-'45 og lauk MA-prófum í þeim greinum 1944.

Jónas hefur verið sæmdur stórriddarakrossi íslensku Fálkaorðunnar, norsku Olavs-orðunni, sænsku Nordstjãrnan-orðunni og sæmdur heiðursdoktorstitli í hagfræði við Viðskiptadeild Háskóla Íslands þann 25. júní 1988.

Eftir Jónas liggur mikill fjöldi greina og álitsgerða um hagfræði, atvinnumál og stjórnmál. Hann var virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og auk þess að starfa sem bankastjóri. Jónas var þekktur fyrir að vera aðalhönnuður efnahagsaðgerða Viðreisnarstjórnarinnar svokölluðu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.