Saga Bretlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Bretlands er byggður á fánum Englands, Skotlands og Írlands.

Saga Bretlands byrjaði þegar konungsríkin England (sem innihélt Wales) og Skotland sameinuðust þann 1. maí 1707 undir Treaty of Union-milliríkjasamningurinn, sem var skrifaður niður þann 22. júlí 1706 og var staðfestur af enska þinginu og skoska þinginu með Sambandslögunum. Þessi sameining myndaði konungsríkið Stóra-Bretland sem höfðu sama einvald og ríkisstjórn í Westminster. Áður voru England og Skotland aðskilin ríki en höfðu verið í konungssambandi síðan 1603. Konungsríkið Írland varð hluti sambandsins árið 1800 með öðrum Sambandslögum sem mynduðu konungsríkið Stóra-Bretland og Írland.

Árið 1763 var Bretland sigursælt í Sjö ára stríðinu sem greiddi götu yfirráða Breska heimsveldsins, sem varð öflugasta veldi í heimi í eina öld og var stærsta heimsveldi í sögunni. Frá og með 1921 voru um það bil 458 milljónir manna undir stjórn breska heimsveldsins sem var á þeim tíma um það bil fjórðungur af heimsmannfjöldanum. Vegna þess er bresk menning mjög útbreidd um allan heim.

Árið 1922 varð Írland sjálfstætt ríki með enska-írska milliríkjasamningnum og var þá Írska fríríkið, sjálfsstjórnarsvæði undan Bretlandi. Næsta dag gekk Norður-Írland úr samningnum og varð hluti Bretlands aftur. Fyrir vikið breytti konungsríkið nafni sínu í United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland („Konungsríkið Stóra-Bretland og Norður-Írland“) sem er oft skammstafað sem United Kingdom, UK eða Britain á ensku. Eftir seinni heimsstyrjöldina urðu flest ríki í Breska heimsveldinu sjálfstæð lönd. Mörg þessara landa urðu meðlimir í Breska samveldinu sem er samtök sjálfstæðra ríkja. Sum þessara landa eru þegar með breska einvaldinn sem þjóðhöfðingja. Í dag er Bretland þegar stórveldi og er mikilvægur meðlimur í og NATÓ. Bretland ákvað að segja sig úr Evrópusambandinu árið 2016.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.