Vígslóði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vígslóði er sá hluti hinna fornu þjóðveldislaga Íslendinga sem fjallar um manndráp og áverka. Hann var með því allra fyrsta sem fært var í letur á Íslandi, á Breiðabólstað í Vesturhópi veturinn 1117-1118 sem hluti af Hafliðaskrá. Síðar varð hann hluti af lögbókinni Grágás.

Yfirskrift Vígslóða er: „Hér hefr upp víg slóða“ og textinn hefst á orðunum: „Þat er mælt þar er menn finnast á förnum vegi ok hleypr maðr til manns lögmætu frumhlaupi ok varðar þat fjörbaugsgarð“.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.