Önundarbrenna
Útlit
Önundarbrenna eða Lönguhlíðarbrenna var 7. maí 1197, þegar Guðmundur dýri Þorvaldsson og Kolbeinn Tumason fóru að Lönguhlíð í Hörgárdal og brenndu inni Önund Þorkelsson, sem þar bjó, Þorfinn son hans og fjóra aðra en flestum heimamönnum voru gefin grið.[1] Þeir Önundur og Guðmundur höfðu lengi átt í deilum.
Brennan var talin níðingsverk en Jóni Loftssyni tókst að koma á sættum á Alþingi um sumarið. Sáttagjörðin var þó ekki haldin, enda dó Jón skömmu síðar.