Hafliðaskrá
Útlit
Hafliðaskrá eða Bergþórslög var fyrsta lagaskráin sem var skrifuð á Íslandi. Hún var rituð af Hafliða Mássyni, Bergþóri Hrafnsyni lögsögumanni og öðrum. Í Íslendingabók Ara fróða stendur að hún hafi verið skrifuð 1117-1118. Af henni hefur þó ekkert varðveist.