Hawaii

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hawaii
Mokuāina o Hawaii
Fáni Hawaii Skjaldarmerki Hawaii
Fáni Skjaldarmerki
Gælunafn: Aloha-fylkið
Kjörorð: Ua Mau ke Ea o ka ʻĀina i ka Pono
Hawaii merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Opinbert tungumál Enska, hawaiíska
Nafn íbúa Hawaiian
Höfuðborg Honolulu
Stærsta Borg Honolulu
Flatarmál 43. stærsta í BNA
 - Alls 28.311 km²
 - Breidd n/a km
 - Lengd 2.450 km
 - % vatn 41,2
 - Breiddargráða 18° 55′ N til 28° 27′ N
 - Lengdargráða 154° 48′ V til 178° 22′ V
Íbúafjöldi 42. fjölmennasta í BNA
 - Alls 1.360.301 (áætlað 2010)
 - Þéttleiki byggðar 48/km²
13. þéttbyggðasta í BNA
Hæð yfir sjávarmáli  
 - Hæsti punktur Mauna Kea
4.205 m
 - Meðalhæð 925 m
 - Lægsti punktur Kyrrahafið
0 m
Varð opinbert fylki 21. ágúst 1959 (50. fylkið)
Ríkisstjóri Neil Abercrombie (D)
Vararíkisstjóri Shan Tsutsui (D)
Öldungadeildarþingmenn Brian Schatz (D)
Mazie Hirono (D)
Fulltrúadeildarþingmenn 1: Colleen Hanabusa (D)
2: Tulsi Gabbard (D)
Tímabelti Hawaii: UTC-10
Styttingar HI US-HI
Vefsíða www.hawaii.gov


Hawaii, Hawaiieyjar eða (stundum skrifað Havaí og sjaldnar Hawaí) er eyjaklasi í Kyrrahafinu og eitt af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Hawaii er einnig stærsta eyjan í Hawaii-eyjaklasanum og er oft þekkt sem „Stóra - Eyjan“ (The Big Island). Íbúafjöldi Hawaii er rúmlega 1,4 milljón (2010).

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Á frummáli eyjaskeggja, hawaiísku nefnist eyjan „Hawai‘i“, en úrfellingamerkið ('Okina á hawaiísku) merkir í raun skyndilegt stopp eins og í miðri upphrópuninni „Oh-ó“. Honolulu er stærsta borgin og höfuðborg fylkisins. Næst stærsta eyjan er Maui.

Seint á 19. öld og í upphafi 20. aldar voru Hawaiieyjar kunnar undir nafninu Sandwich Islands, og nefndust þá á íslensku Sandvíkureyjar. Halldór Laxness kallar í einu verka sinna Hawaii Háeyju sem er hljóðlíking.

Jarðfræði[breyta | breyta frumkóða]

Hawaiieyjar eru austasti og jafnframt yngsti hluti Hawaii-Emperor eyjaklasans. Heiti reiturinn, sem er undir Stóru-Eyjunni, myndaði Hawaii-Emperor eyjaklasann þar sem Kyrrahafsplatan hefur færst yfir hann. Slóðin sem heiti reiturinn skilur eftir sig á Kyrrahafsflekanum kallast eyjaröð. Eftir því sem eyjarnar færast fjær heita reitnum verða þær útrænu öflunum að bráð og eyðast smátt og smátt í hafið. Oft byggjast upp kóralrif á þessum neðansjávarfjöllum.

Þær átta eyjar sem teljast til Hawaiieyja eru, taldar frá vestri til austurs, Ni'ihau, Kauai'i, O'ahu, Moloka'i, Lana'i, Kahoʻolawe (óbyggð), Maui og Hawai'i.

Á eyjunum eru eldfjöll, dyngjur, þekktust þeirra er Mauna Kea.

Eyjarnar liggja frá norðvestri til suðausturs og má frá því sjá að Kyrrahafsplatan hefur verið að færast til norðvesturs (að því gefnu að heiti reiturinn sé ekki að hreyfast).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi bandarískt-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.