Útlegð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Útlegð var ein þriggja tegunda refsinga sem beitt var á þjóðveldisöld samkvæmt lögum Grágásar. Útlegð táknaði þá ekki að menn væru dæmdir útlægir úr samfélaginu, heldur misháar fébætur (útlegð = að leggja út fé) sem sekur maður átti að greiða þeim sem hann hafði brotið gegn og var þetta því vægasta tegund refsinga. Á seinni tímum hefur orðið útlegð verið notað um hinar tvær tegundir refsinga þjóðveldisaldar, fjörbaugsgarð (þegar menn voru skyldaðir til að fara úr landi í þrjú ár) og skóggang (þegar menn voru dæmdir friðlausir og réttdræpir og urðu að vera í felum í óbyggðum til að eiga von um að komast af).