Barnaskóli Reykjavíkur
Barnaskóli Reykjavíkur var stofnaður í Reykjavík árið 1862 og lærðu börn þar lestur, skrift, reikning, biblíusögur, réttritun, landafræði og dönsku.
Á árunum 1883 til 1898 var Barnaskólinn til húsa við Pósthússtræti 3-5. Það hús var byggt sérstaklega til þess að hýsa barnaskólann og var teiknað af F. Bald sem hafði nýlega lokið við smíði Alþingishússins. Áður hafði barnaskólinn verið í Flensborgarhúsi, gömlu timburhúsi við Hafnarstræti þar sem mikill fúi var og aðstæður bágbornar. Árið 1898 var nýtt skólahús byggt við Tjörnina til þess að anna eftirspurn. Fyrsta árið voru þar 285 börn. Eftir 1930 var nafni skólans breytt í Miðbæjarskólinn. Þá voru einnig teknir til starfa Austurbæjarskóli, árið 1930, Landakotsskóli, árið 1909 og Barnaskóli Ásgríms Magnússonar (Fríkirkjuskólinn), árið 1904.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Brjéf að sunnan, Norðanfari 18. ágúst 1876