Fara í innihald

Borgríki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Borgríki er (yfirleitt sjálfstætt) ríki undir borgarstjórn einhverrar borgar. Borgríki voru algeng í fornöld. Stundum sameinuðust nokkur borgríki í bandalag undir hákonungi. Í sumum tilfellum mynduðust slík bandalög eða veldi við sigra í hernaði (s.s. Mýkena og Rómaveldi), en í öðrum tilfellum við friðsamlega sáttmála milli sjálfstæðra ríkja (Pelopsskagabandalagið).

Á miðöldum voru borgríki algengust á Norður-Ítalíu og í Þýskalandi. Hansasambandið var t.d. öflugt verslunarbandalag nokkurra borgríkja í Norður-Þýskalandi.

Nútímaborgríki

[breyta | breyta frumkóða]

Stundum er talað um Makaó og Hong Kong sem borgríki, þótt þau séu í raun sérstök sjálfstjórnarsvæði innan Alþýðulýðveldisins Kína.