Eimskipafélag Íslands
Eimskipafélag Íslands hf | |
![]() | |
Rekstrarform | Almenningshlutafélag OMX: ICE90274
Kennitala 421104-3520 (ekki sama kennitala á OMX fyrirtækinu) var upphaflega 2004 Skipaafgreiðsla Suðurnesja ehf og breytt 2009 í Eimskip Ísland ehf. |
---|---|
Stofnað | 17. janúar 1914 |
Staðsetning | Korngarðar 2, 104 Reykjavík, Ísland |
Lykilmenn | Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Hrund Rudolfsdóttir, varaformaður Guðrún Blöndal, stjórnarmaður Vilhjálmur Vilhjálmsson, stjórnarmaður Lárus L. Blöndal, stjórnarmaður Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri |
Starfsemi | Flutningaþjónusta |
Starfsmenn | 1.762 |
Vefsíða | www.eimskip.is |
Eimskipafélag Íslands er íslenskt skipafélag sem rekur flota flutningaskipa. Félagið var upphaflega stofnað 17. janúar árið 1914 og var elsta skipafélag á Íslandi. Félagið eins og forverinn hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til og frá landinu, en í dag býður Eimskip upp á alhliða flutningsþjónustu um allan heim. Eimskip rekur skrifstofur í 19 löndum og hefur umboðsmenn í fjölmörgum löndum að auki. Mjög margir Íslendingar keyptu stofnhluta í félaginu í upphafi, svo það var kallað „óskabarn þjóðarinnar“. Félagið hóf reglulegar siglingar árið 1915 með skipinu Gullfossi, sem kom til landsins 16. apríl 1915. Eimskipafélagið var kallað Óskabarn þjóðarinnar allt frá stofnun þess.
Saga[breyta | breyta frumkóða]
Undirbúningur að stofnun félagsins hófst árið 1912 og mynduð var bráðabirgðastjórn undir forystu Thors Jensens sem hóf undirbúning að hlutabréfasöfnun og kaupum á skipi. Um 15% landsmanna, um 14.000 manns, gerðust stofnfélagar í félaginu auk Vestur-Íslendinga og landsjóðs. Fyrsti formaður stjórnar var Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands. Tvö ný skip voru keypt fyrir félagið; Gullfoss og Goðafoss, bæði smíðuð í Kaupmannahöfn. Árið 1950 var tekið í notkun nýtt farþegaskip, sem einnig hlaut nafnið Gullfoss.
Hlutur Vestur-Íslendinga var árið 1964 lagður í sérstakan sjóð, Háskólasjóð, og því komið þannig fyrir að arður af hlutabréfunum rynni til Háskóla Íslands en stjórn Eimskipafélagsins færi með þau atkvæði sem hlutabréfin fólu í sér. Með þessum hætti, og með þeirri reglu að einungis skyldi kosið um helming stjórnar á hverjum aðalfundi, tókst hópi hluthafa sem áttu minnihluta í Eimskipafélaginu að halda í stjórn þess um áratuga skeið. Um leið var félagið mjög umsvifamikið á íslenskum fyrirtækjamarkaði og tengdist öðrum stórum fyrirtækjum eignaböndum. Eimskipafélagið varð þannig ein af stoðum kolkrabbans svokallaða. Í júlí 2007 tilkynnti Eimskip að það hefði tekið lán að andvirði 20 milljarða íslenskra króna til 5 ára hjá hollenska bankanum ABN Amro. Þetta er stærsta lán Eimskipa í sögu félagsins til og átti að vera nýtt til frekari fjárfestinga.[1]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Eimskip semur um 25 milljarða króna lánaheimild“. Morgunblaðið. 5. júlí 2007.