Sjórán

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sjóræningi)
Jump to navigation Jump to search
HMS Mary Rose berst við sjö sjóræningjaskip frá Alsír árið 1669.

Sjórán er rán sem fram fer á sjó eða á skipum við ströndina. Sjórán eru fremur algeng á vissum hafsvæðum og er tap vegna þeirra talið nema milli 13 og 16 milljörðum Bandaríkjadala árlega. Sjórán eru sérstaklega algeng milli Indlandshafs og Kyrrahafs, úti fyrir strönd Sómalíu, í Malakkasundi og við Singapúr. Þótt enn komi fyrir að ráðist sé á báta og skip undan strönd Norður-Afríku og í Karíbahafinu er það fremur sjaldgæft vegna markvissrar baráttu flota og strandgæslu á þessum hafsvæðum.

Fríbýttari eða kapari er gamalt heiti á sjóræningja sem rænir her- og kaupskip óvinveittrar þjóðar í umboði konungs (kaparabréf), einkum á 16., 17. og 18. öld. Slíkir sjóræningjar gátu hlotið frægð og vegsemd hjá því ríki sem þeir störfuðu fyrir. Sem dæmi má nefna sir Francis Drake sem rændi spænsk skip í Karíbahafinu og Magnus Heinason í Færeyjum sem fékk kaparabréf til að ráðast gegn enskum og hollenskum sjóræningjaskipum sem herjuðu á eyjarnar.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.