Fara í innihald

Þéttbýlismyndun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir hlutfall íbúa í þéttbýli og helstu þéttbýlissvæði árið 2018.

Þéttbýlisvæðing er hlutfallsleg fjölgun íbúa í þéttbýli á kostnað dreifbýlis og þær samfélagslegu áskoranir sem því fylgja. Þéttbýlismyndun á sér stað þegar byggðakjarnar myndast og vaxa og fólk fer í auknum mæli að búa og vinna í þessum kjörnum. Þéttbýlisvæðing getur stafað af fólksflutningum úr dreifbýli í þéttbýli eða hlutfallslega meiri fjölgun íbúa í þéttbýli miðað við dreifbýli. Með þéttbýlisvæðingu verða borgir og bæir til og stækka sem miðstöðvar atvinnulífs og stjórnsýslu. Samkvæmt spá Sameinuðu þjóðanna bjó yfir helmingur íbúa heimsins í þéttbýli frá og með árinu 2008. Búist er við að þetta hlutfall muni fara í 68% í þróunarlöndum og 86% í þróuðum löndum fyrir árið 2050.

Þéttbýlismyndun er náskyld öðrum félagslegum ferlum eins og nútímavæðingu, iðnvæðingu og hagræðingu. Hún nær yfir nokkrar ólíkar fræðigreinar eins og landfræði, félagsfræði, hagfræði og skipulagsfræði. Þéttbýlismyndun hefur í för með sér félagslegar, efnahagslegar og umhverfistengdar breytingar sem bjóða upp á fleiri tækifæri fyrir sjálfbærni með hagkvæmari notkun á auðlindum og landi.

Þéttbýlismyndun er ekki nútímafyrirbæri, heldur á hún rætur sínar að rekja til sögulegrar þróunar á stórum mælikvarða þar sem dreifbýlislífmynstur skiptast út fyrir þéttbýlislífsmynstur. Þróunin byrjaði fyrir þúsundum ára þegar veiðimenn og safnarar byrjuðu að safnast saman í þorpum. Þorpslífið einkennist af nánum erfðasamböndum, nánum félagslegum tengslum og sameiginlegri hegðun, en borgarlífið einkennist aftur á móti af fjarlægum erfðasamböndum, miklum samskiptum við ókunnugt fólk og samkeppni á milli einstaklinga.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.