Fara í innihald

Handrit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Handrit með myndum frá Þýskalandi

Handrit er skrifaður texti, ritaður með höndunum en ekki prentaður eða fjölfaldaður á annan hátt. Dæmi um handrit er handskrifað bréf. Heitið handrit getur átt við hvaða skrifaðan texta sem er, ekki aðeins skáldverk, upplýsingar eða annan samhangandi texta, heldur einnig til dæmis töflur, útreikningar og aðrar tölulegar upplýsingar, landakort, skýringarmyndir og teikningar.

Upphaflega voru handrit alltaf handskrifuð eins og nafnið bendir til en þegar ritvélar komu til sögunnar var orðið einnig látið ná yfir vélritaða texta og nú eru flest handrit skrifuð í tölvum með ritvinnsluforriti. Í bókaútgáfu er orðið „handrit“ notað um texta sem sendur er til forlags til lesturs eða undirbúnings útgáfu.

Form handrita er mismunandi, ýmist bók, rolla eða laus blöð.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.