Fara í innihald

Húnaþing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húnaþing er eldra heiti yfir Húnavatnssýslu(r) og hefur haldið sér og alltaf verið notað jafnhliða, öfugt við til dæmis Hegranesþing (Skagafjarðarsýslu), þar sem þing-nafnið hefur alveg vikið fyrir sýsluheitinu. Húnaþing hefur alltaf verið notað yfir bæði Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu og staður sem sagður er „í Húnaþingi“ getur verið í hvorri sýslunni sem er. Þetta gæti þó breyst því þegar Vestur-Húnavatnssýsla varð eitt sveitarfélag 1998 fékk það nafnið Húnaþing vestra en Austur-Húnavatnssýsla hefur ekki farið sömu leið.

Hið forna þing Húnvetninga var á Þingeyrum en þess er ekki getið eftir að klaustur var stofnað þar 1133.