Austurland
Útlit
Austurland | |
|---|---|
| Hnit: 65°17′N 14°23′V / 65.283°N 14.383°V | |
| Land | Ísland |
| Kjördæmi | Norðaustur |
| Stærsti bær | Egilsstaðir |
| Sveitarfélög | 4 |
| Flatarmál | |
| • Samtals | 15.706 km2 |
| Mannfjöldi (2025)[2] | |
| • Samtals | 11.217 |
| • Þéttleiki | 0,71/km2 |
| ISO 3166 kóði | IS-7 |
Austurland er það landsvæði á Íslandi sem nær frá Langanesi að Eystrahorni. Að norðanverðu eru Bakkaflói og Héraðsflói, þar sem Jökulsá á Brú og Lagarfljót renna út í sjó, en síðan koma Fljótsdalshérað og Austfirðir.
Lögformleg skilgreining á þvi hvaða svæði landsins telst til Austurlands hefur verið dálítið á reki í gegnum tíðina. Árið 1999 var hinsvegar skorið úr um að sveitarfélagið Hornafjörður er á Suðurlandi.
Á Austurlandi eru fjögur sveitarfélög: Vopnafjarðarhreppur, Múlaþing, Fljótsdalshreppur og Fjarðabyggð.
Frá 1959 til 2003 var Austurland eitt kjördæmi og þingmenn Austurlandskjördæmis, þingmenn Austurlands. Frá árinu 2003 hefur Austurland tilheyrt Norðausturkjördæmi.
Sveitarfélög
[breyta | breyta frumkóða]| Sveitarfélag | Íbúafjöldi (2025) | Flatarmál (km2)[1] | Þéttleiki (á km2) | ISO 3166-2 |
|---|---|---|---|---|
| Fjarðabyggð | 5.247 | 1.615 km2 | 3,25 | IS-FJD |
| Múlaþing | 5.232 | 10.671 km2 | 0,49 | IS-MUL |
| Vopnafjarðarhreppur | 648 | 1.903 km2 | 0,34 | IS-VOP |
| Fljótsdalshreppur | 90 | 1.517 km2 | 0,06 | IS-FLR |
Mannfjöldi
[breyta | breyta frumkóða]Íbúar voru 11.217 manns árið 2025.[2]
|
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- 1 2 „Náttúrufræðistofnun - Sveitarfélagasjá“. atlas.lmi.is. Landmælingar Íslands.
- 1 2 3 4 „Mannfjöldi eftir landshlutum, kyni og aldri 1. janúar 1998-2025“. hagstofa.is. Hagstofa Íslands. 1 janúar 2025. Sótt 22. mars 2025.
- 1 2 „Mannfjöldi eftir sveitarfélögum 1901-1990“. hagstofa.is. Hagstofa Íslands. Sótt 22. mars 2025.[óvirkur tengill]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Austurfrétt, fréttavefur Austurlands
- Austurland.net, Ferðavefur Austurlands Geymt 30 október 2020 í Wayback Machine