Hallveig Fróðadóttir
Jump to navigation
Jump to search
Hallveig Fróðadóttir (f. 850[1]) er jafnan talin fyrsta landnámskona Íslands. Hún settist að í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Ingólfi Arnarsyni. Hallveig og Ingólfur áttu soninn Þorstein. Ekki er vitað hvort Hallveig kom til Íslands með Ingólfi eða í seinni ferð.[2] Mágkona hennar Helga Arnardóttir var gift fósturbróður Ingólfs, Hjörleifi Hróðmarssyni. Í einhverri eða einhverjum Íslendingasögum er sagt að Ingólfur og Hallveig hafi átt dóttur en það er óstaðfest.[3] Hallveig átti bróður, Orm Flosason, sem átti soninn Loft, sem nam land við Gaulverjabæ.[1]
Hallveigar er m.a. minnst í nafni Hallveigarstígs og Hallveigarstaða. Fyrsti díseltogari Bæjarútgerðar Reykjavíkur var nefndur Hallveig Fróðadóttir.[4]
Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Hallveig Fróðadóttir : fyrsta kona Reykjavíkur, grein í Veru eftir Auði Styrkársdóttur
- Aðsend grein um Reykjavík Þjóðólfur, 42. tölublað (31.07.1850), Blaðsíða 169
- Reykjavík grein í Nýju kvennablaði eftir Kristínu I. Sigurðardóttur frá árinu 1952