1998
Útlit
(Endurbeint frá Febrúar 1998)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1998 (MCMXCVIII í rómverskum tölum) var 98. ár 20. aldar og almennt ár sem byrjaði á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Ný íslensk skipulags- og byggingarlög tóku gildi. Samkvæmt þeim er allt landið skipulagsskylt.
- 1. janúar - Haraldur Örn Ólafsson, Ólafur Örn Haraldsson og Ingþór Bjarnason komust á Suðurpólinn eftir fimmtíu daga göngu.
- 1. janúar - Landsbanka Íslands var breytt í almenningshlutafélag.
- 2. janúar - Yfirvöld í Rússlandi gáfu út nýjar rúblur til að reyna að hemja verðbólgu í landinu.
- 4. janúar - Ramka-fjöldamorðin: Yfir 170 voru myrt í þremur þorpum í Alsír.
- 6. janúar - Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn missti höfuðið í annað sinn.
- 7. janúar - Monica Lewinsky undirritaði yfirlýsingu um að hún hefði ekki átt í kynferðissambandi við Bill Clinton.
- 10. janúar - Mesti 10 mínútna vindhraði mældist við Esju, 62,5 metrar á sekúndu.
- 11. janúar - Yfir 100 manns voru myrt í Sidi-Hamed-fjöldamorðunum í Alsír.
- 12. janúar - 19 evrópsk lönd bönnuðu klónun á mönnum.
- 13. janúar - Alfredo Ormando kveikti í sér á torginu við Péturskirkjuna í Róm í mótmælaskyni við afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar.
- 14. janúar - 26 lönd undirrituðu samkomulag um bann við olíuleit og -vinnslu á Suðurskautslandinu.
- 17. janúar - Paula Jones ásakaði Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, um kynferðislega áreitni.
- 21. janúar - Opinber heimsókn Jóhannesar Páls 2. páfa til Kúbu hófst.
- 22. janúar - Theodore Kaczynski játaði að hann væri Unabomber. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun.
- 26. janúar - Lewinsky-hneykslið: Bill Clinton neitaði að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky.
- 26. janúar - Compaq keypti Digital Equipment Corporation.
- 28. janúar - Byssumenn héldu 400 börnum í gíslingu í skóla í Manila á Filippseyjum.
- 28. janúar - Leikvangurinn Stade de France var opnaður í París.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 2. febrúar - mbl.is, fréttavefur Morgunblaðsins, var opnaður sem sérstakur fjölmiðill eftir að hafa verið vefútgáfa blaðsins í nokkur ár.
- 3. febrúar - Blóðbaðið í Cermis átti sér stað þegar bandarísk herflugvél sleit streng kláfferju skíðasvæðis í Dólómítunum á Ítalíu. 20 létu lífið.
- 4. febrúar - 2.323 létust þegar jarðskjálfti reið yfir Takhar-hérað í Afganistan.
- 4. febrúar - Kráareigandinn Dragan Joksović var skotinn til bana í Stokkhólmi sem leiddi til stríðs milli gengja í veitingahúsageiranum í Svíþjóð.
- 7. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir hófust í Nagano, Japan.
- 16. febrúar - 202 létust þegar China Airlines flug 676 hrapaði á íbúabyggð við Chiang Kai-shek-flugvöll á Taívan.
- 20. febrúar - Kofi Annan og Saddam Hussein gerðu samkomulag um áframhald vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak og komu þannig í veg fyrir hernaðaríhlutun Breta og Bandaríkjamanna.
- 28. febrúar - Kosóvóstríðið hófst með árásum serbneskrar lögreglu á þorpin Likošane og Ćirez
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Kvikmyndin Titanic varð fyrsta bandaríska kvikmyndin sem náði yfir 1 milljarði dala í tekjur.
- 2. mars - Gögn frá geimfarinu Galileo bentu til þess að á tungli Júpíters, Evrópu, væri haf undir þykkri íshellu.
- 2. mars - Wolfgang Přiklopil rændi hinni 10 ára gömlu Natöschu Kampusch.
- 5. mars - NASA tilkynnti að könnunarfarið Clementine hefði fundið nægilegt vatn í gígum á Tunglinu til að hægt væri að koma þar upp nýlendu. Þessar niðurstöður voru síðar dregnar í efa.
- 11. mars - Þingkosningar voru haldnar í Danmörku: Ríkisstjórn Poul Nyrup Rasmussen hélt velli.
- 13. mars - Rannsóknarhópurinn High-Z Supernova Search Team gaf fyrstur út þá niðurstöðu að alheimurinn þendist út á síauknum hraða.
- 17. mars - Uffe Ellemann-Jensen sagði af sér sem formaður danska hægriflokksins Venstre.
- 23. mars - Kvikmyndin Titanic vann ellefu Óskarsverðlaun og jafnaði þar með met Ben Húr frá 1959. Lokakafli Hringadróttinssögu jafnaði metið aftur árið 2004.
- 23. mars - Kjalarnes varð hluti af Reykjavík.
- 23. mars - Boris Jeltsín rak ríkisstjórn Rússlands og skipaði Sergej Kirijenko forsætisráðherra.
- 24. mars - Mitchell Johnson og Andrew Golden skutu fjóra nemendur og einn kennara til bana í miðskóla í Jonesboro í Arkansas.
- 26. mars - Oued Bouaicha-fjöldamorðin áttu sér stað í Alsír. 52 voru myrt með eggvopnum, þar af 32 ungabörn.
- 27. mars - Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti lyfið Sildenafil frá Pfizer sem var selt undir heitinu Viagra.
- 29. mars - Vasco da Gama-brúin í Portúgal var vígð.
- 31. mars - Netscape gaf frumkóða Mozilla-vafrans út með frjálsu afnotaleyfi.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- Apríl - Intel setti Celeron-örgjörvann á markað.
- 2. apríl - Maurice Papon var dæmdur í fangelsi í Frakklandi fyrir að hafa sent gyðinga í útrýmingarbúðir nasista í Síðari heimsstyrjöld.
- 5. apríl - Stærsta hengibrú heims, Akashi Kaikyō-brúin milli eyjanna Shikoku og Honshū í Japan, var opnuð fyrir umferð.
- 6. apríl - Pakistan prófaði meðaldrægar eldflaugar sem hægt væri að nota til að ráðast á Indland.
- 6. apríl - Bandaríski fjárfestingabankinn Citigroup varð til við sameiningu Citicorp og Travellers Group.
- 10. apríl - Föstudagssáttmálinn var undirritaður á Norður-Írlandi.
- 20. apríl - Þýsku hryðjuverkasamtökin Rote Armee Fraktion voru leyst upp (að talið er).
- 22. apríl - Dýragarðurinn Disney's Animal Kingdom var opnaður í Walt Disney World í Orlandó í Flórída.
- 23. apríl - Júgóslavíuher veitti sveit úr Frelsisher Kosóvó fyrirsát þar sem þeir reyndu að smygla vopnum frá Albaníu til Kosóvó.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- Maí - Vefurinn Kvikmyndir.is var opnaður.
- 1. maí - Ecofin kom saman til að samþykkja lista yfir ríki sem fengju að taka upp evruna.
- 2. maí - Ákveðið var að evran skyldi tekin upp 1. janúar 1999. Danmörk, Svíþjóð, Bretland og Grikkland ákváðu af ólíkum ástæðum að taka hana ekki upp.
- 3. maí - Fyrsta áfangi Grafarvogslaugar var opnaður.
- 9. maí - Dana International sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1998 með laginu „Diva“.
- 11. maí - Indverjar framkvæmdu þrjár kjarnorkutilraunir neðanjarðar. Í einni þeirra sprengdu þeir vetnissprengju.
- 11. maí - Fyrstu evrumyntirnar voru slegnar í Pessac í Frakklandi. Þær voru síðan bræddar aftur.
- 13. maí - Uppþotin í Indónesíu í maí 1998: Reiður múgur réðist á verslanir fólks af kínverskum uppruna í Djakarta.
- 19. maí - Gervihnötturinn Galaxy IV bilaði sem varð til þess að 80-90% af símboðum heims hættu að virka.
- 21. maí - Suharto sagði af sér sem forseti Indónesíu eftir 32 ára valdatíma í kjölfar uppþotanna í Djakarta.
- 22. maí - Bandaríska kvikmyndin Fear and Loathing in Las Vegas var frumsýnd.
- 26. maí - Bear Grylls varð yngstur Breta til að komast á tind Everestfjalls.
- 26. maí - National Sorry Day var haldinn í fyrsta sinn í Ástralíu til að minnast ranginda sem frumbyggjar Ástralíu voru beittir.
- 28. maí - Pakistan framkvæmdi Chagai-I-kjarnorkutilraunina og sprengdi 5 kjarnorkusprengjur í Chagai-hæðum. Þetta varð til þess að landið var beitt viðskiptaþvingunum.
- 29. maí - Ný lög í Svíþjóð gerðu kaup á vændi refsiverð frá 1. janúar 1999.
- 30. maí - Allt að 5.000 manns fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Afganistan.
- 30. maí - Pakistan framkvæmdi Chagai-II-kjarnorkutilraunina.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 2. júní - Tölvuvírusinn CIH var uppgötvaður í Taívan.
- 3. júní - Lestarslysið í Eschede: Yfir 100 létust þegar hraðlest fór út af teinunum milli Hannóver og Hamborgar í Þýskalandi.
- 5. júní - Bandaríska kvikmyndin Hið fullkomna morð var frumsýnd.
- 6. júní - Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við sameiningu 11 sveitarfélaga á norðurlandi vestra og Sveitarfélagið Hornafjörður varð til við sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Skaftafellssýslu.
- 7. júní - Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu 4 sveitarfélaga á suðurlandi og Fjarðabyggð varð til við sameiningu 3 sveitarfélaga á Austfjörðum.
- 7. júní - Borgarastyrjöldin í Gíneu-Bissá hófst þegar Ansumane Mané tók völdin í herskála í Bissá.
- 7. júní - James Byrd Jr. var barinn til bana af þremur hvítum mönnum í Jasper, Texas.
- 7. júní - Ítalski hjólreiðamaðurinn Marco Pantani sigraði Giro d'Italia í fyrsta skipti.
- 9. júní - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998 hófst í Frakklandi.
- 10. júní - Þjóðlendulögin voru samþykkt á Alþingi.
- 14. júní - Austurbrúin í Stórabeltistengingunni var opnuð fyrir umferð.
- 14. júní - Chicago Bulls varð NBA-meistari þriðja árið í röð eftir 4-2 sigur á Utah Jazz í úrslitaviðureign. Michael Jordan var valinn leikmaður úrslitakeppninnar.
- 18. júní - Kinza Clodumar var settur af sem forseti Nárú með vantrausti.
- 19. júní - Bandaríska teiknimyndin Múlan var frumsýnd.
- 25. júní - Windows 98 kom út.
- 27. júní - Kuala Lumpur-flugvöllur var opnaður í Malasíu.
- 30. júní - Joseph Estrada varð forseti Filippseyja.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 2. júlí - Skáldsagan Harry Potter og leyniklefinn eftir J. K. Rowling kom út.
- 5. júlí - Japanar sendu geimkönnunarfar til Mars.
- 6. júlí - Alþjóðaflugvöllurinn í Hong Kong var opnaður.
- 6. júlí - Bandaríski tennisleikarinn Pete Sampras sigraði Wimbledon-mótið.
- 11. júlí - Hvalfjarðargöngin voru opnuð.
- 12. júlí - Frakkar sigruðu Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1998 með 3-0 sigri á Brasilíu.
- 12. júlí - Skjáborðsumhverfið KDE kom út í útgáfu 1.0.
- 17. júlí - Bandaríska kvikmyndin Það er eitthvað við Mary var frumsýnd.
- 17. júlí - 120 lönd samþykktu stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
- 17. júlí - Jarðneskum leifum Nikulásar 2. Rússakeisara og fjölskyldu hans var komið fyrir í kapellu í Sankti Pétursborg.
- 17. júlí - Jarðskjálfti reið yfir Papúu Nýju-Gíneu með þeim afleiðingum að yfir 2000 létust.
- 17. júlí - Blóðbaðið í Klečka hófst.
- 24. júlí - Bandaríska kvikmyndin Björgun óbreytts Ryans var frumsýnd.
- 30. júlí - Obuchi Keizo tók við af Ryūtarō Hashimoto sem forsætisráðherra Japans.
- 30. júlí - Skemmtistaðurinn Tunglið við Lækjargötu gjöreyðilagðist í eldsvoða.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 1. ágúst - Eitt dýrasta frímerki heims, Gul tre skilling banco frá 1855, var selt fyrir 14 milljón sænskar krónur.
- 2. ágúst - Ítalski hjólreiðamaðurinn Marco Pantani sigraði Tour de France-keppnina.
- 4. ágúst - Afríkustríðið mikla hófst í Kongó.
- 5. ágúst - Bandaríska kvikmyndin Halloween H20: 20 Years Later var frumsýnd.
- 7. ágúst - Bílasprengjur sprungu við sendiráð Bandaríkjanna í Naíróbí og Dar es Salaam með þeim afleiðingum að yfir 200 létust. Samtökin heilagt stríð og Al-Kaída voru bendluð við árásirnar.
- 7. ágúst - Yfir 12.000 fórust í Kína þegar áin Jangtse flaut yfir bakka sína.
- 15. ágúst - Apple Inc. kynnti iMac til sögunnar.
- 15. ágúst - Sprengjuárásin í Omagh: Írski lýðveldisherinn sprengdi bílasprengju í Omagh á Norður-Írlandi með þeim afleiðingum að 29 létust.
- 17. ágúst - Fjármálakreppan í Rússlandi 1998 hófst.
- 21. ágúst - Ferjufyrirtækið Scandlines varð til við sameiningu ferjudeildar dönsku járnbrautanna og þýsks ferjufyrirtækis.
- 24. ágúst - Fyrsta RFID-tækinu var komið fyrir í manneskju í Bretlandi.
- 26. ágúst - Tölvuvírusinn CIH fór í gang og réðist á Windows 9x-stýrikerfi.
- 27. ágúst - Íslenska kvikmyndin Sporlaust var frumsýnd.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Kio Briggs var handtekinn í Leifsstöð með yfir 2000 e-töflur í farangri sínum.
- 2. september - Swissair flug 111 nauðlenti nálægt Peggys Cove í Nova Scotia í Kanada. Allir 229 farþegar sem voru um borð létu lífið.
- 4. september - Google var stofnað af Larry Page og Sergey Brin, nemendum við Stanford-háskóla.
- 4. september - Skrunda-1, síðustu sovésku ratsjárstöðinni í Lettlandi var lokað.
- 9. september - Háhyrningurinn Keikó kom til Vestmannaeyja og var sleppt í Klettsvík.
- 10. september - Alexander Kusminik hóf skotárás um borð í rússneska kafbátnum Vepr (K-157) og myrti 7 manns.
- 12. september - Fimmenningarnir frá Miami voru handteknir fyrir njósnir.
- 18. september - Bandaríska kvikmyndin Rush Hour var frumsýnd.
- 21. september - Listaháskóli Íslands var stofnaður.
- 23. september - Íslenska kvikmyndin Dansinn var frumsýnd.
- 24. september - Sveinn Waage var kosinn Fyndnasti maður Íslands þegar uppistandskeppnin var haldin í fyrsta sinn.
- 24. september - Mohammad Khatami Íransforseti dró til baka fatwa gegn Söngvum Satans sem hafði verið í gildi frá 1989.
- 28. september - Sósíaldemókratar sigruðu þingkosningar í Þýskalandi. Gerhard Schröder varð kanslari.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 2. október - Bandaríska kvikmyndin Kvöld í klúbbnum var frumsýnd.
- 5. október - IBM gaf út RISC-örgjörvann POWER3.
- 6. október - Matthew Shepard var barinn illa í Laramie, Wyoming.
- 7. október - South Park-þátturinn „Chef Aid“ var sendur út þar sem Chewbacca-vörninni var lýst.
- 8. október - Gardermoen-flugvöllur var opnaður í Noregi.
- 12. október - Íslenska heimildarmyndin Popp í Reykjavík var frumsýnd.
- 14. október - Eric Rudolph var kærður fyrir fjórar sprengjuárásir í Atlanta.
- 16. október - Augusto Pinochet var settur í stofufangelsi þar sem hann leitaði lækninga í Bretlandi.
- 17. október - 1.082 létust þegar olíuleiðsla sprakk í Nígeríu.
- 23. október - Kvikmyndin Fucking Åmål var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Svíþjóð.
- 24. október - Norska sápuóperan Hotel Cæsar hóf göngu sína á TV 2.
- 28. október - Flugmaður Air China, Yuan Bin, rændi farþegaþotu og flaug henni til Taívan.
- 29. október - Fellibylurinn Mitch gekk yfir Mið-Ameríku með þeim afleiðingum að um 18.000 fórust.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - Mika Häkkinen varð heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1-kappakstri.
- 11. nóvember - Samtök ferðaþjónustunnar voru stofnuð á Íslandi.
- 17. nóvember - Geimkönnunarfarið Voyager 1 náði lengra út í geim en Pioneer 10 hafði gert.
- 19. nóvember - Dvergplánetan 19521 Chaos var uppgötvuð utan við sporbaug Plútós.
- 20. nóvember - Fyrsta hluta Alþjóðlegu geimstöðvarinnar var skotið á loft frá Kasakstan.
- 21. nóvember - Tölvuleikurinn The Legend of Zelda: Ocarina of Time kom út.
- 23. nóvember - Game Boy Color kom út í Evrópu.
- 24. nóvember - Marc Hodler ljóstraði upp um mútur í aðdraganda þess að Salt Lake City var valin til að halda Vetrarólympíuleikana 2002.
- 24. nóvember - Fjarreikistjarnan Gliese 86 b var uppgötvuð á braut um hvíta dverginn Gliese 86.
- 27. nóvember - Sjötta kynslóð tölvuleikjavéla hófst með útgáfu Dreamcast frá Sega.
- 28. nóvember - Stofnfundur Frjálslynda flokksins var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 4. desember - Öðrum hluta Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, Unity, var skotið á loft í geimskutlunni Endeavor.
- 6. desember - Hugo Chávez var kjörinn forseti Venesúela.
- 8. desember - 81 manns voru myrtir í Tadjena-fjöldamorðunum í Alsír.
- 14. desember - Júgóslavíuher drap 36 meðlimi Frelsishers Kosóvó.
- 16. desember - Eyðimerkurrefsaðgerðin: Bill Clinton fyrirskipaði loftárásir á Írak.
- 17. desember - Jarðskjálftar fundust við Grímsvötn.
- 18. desember - Gos hófst í Grímsvötunum og var það í fyrsta skipti sem vísindamenn gátu fylgst með eldgosi undir stórum jökli.
- 19. desember - Vantraust á Bill Clinton Bandaríkjaforseta kom fram á Bandaríkjaþingi vegna meinsæris í Lewinsky-málinu.
- 23. desember - Leikjatölvan PocketStation kom á markað.
- 28. desember - Eldgosi lauk í Grímsvötnum.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Íslenska Vefstofan var stofnuð.
- Íslenska hljómsveitin Írafár var stofnuð.
- Íþróttafélagið Hvíti riddarinn var stofnað í Mosfellsbæ.
- Samfélag trúlausra var stofnað á Íslandi.
- Íslenska líftæknifyrirtækið Prokaria var stofnað.
- Bandaríska hljómsveitin 30 Seconds to Mars var stofnuð.
- Íslenska hljómsveitin Í svörtum fötum var stofnuð.
- Breska hljómsveitin Oceansize var stofnuð.
- Íslenska útgerðarfyrirtækið Brim hf. var stofnað.
- Franska hljómsveitin Télépopmusik var stofnuð.
- Íslenska líftæknifyrirtækið Biogels var stofnað.
- Íslenska fyrirtækið Fjárvaki ehf. var stofnað.
- Finnska pappírsfyrirtækið Stora Enso var stofnað.
- Fyrsta heimsmeistarakeppnin í mýrarbolta var haldin í Finnlandi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 6. apríl - Alfons Sampsted, íslenskur knattspyrnumaður.
- 12. maí - Sveinn Aron Guðjohnsen, íslenskur knattspyrnumaður.
- 21. maí - Ari Ólafsson, íslenskur söngvari.
- 1. júlí - Mikael Anderson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 8. júlí - Jaden Smith, bandarískur leikari og söngvari.
- 18. september - Christian Pulisic, bandarískur knattspyrnumaður.
- 7. október - Trent Alexander-Arnold, enskur knattspyrnumaður.
- 12. október - Anton Karl Kristensen, íslenskur leikstjóri.
- 3. desember - Elísabet Hulda Snorradóttir, íslensk fyrirsæta.
- 8. desember - Maximilian Eggestein, þýskur knattspyrnumaður.
- 20. desember - Kylian Mbappé, franskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 6. febrúar - Falco, austurrískur tónlistarmaður (f. 1957).
- 6. febrúar - Carl Wilson, bandarískur tónlistarmaður (The Beach Boys) (f. 1946).
- 8. febrúar - Halldór Laxness, íslenskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1902).
- 5. apríl - Jónas Árnason, íslenskur stjórnmálamaður og leikskáld (f. 1923).
- 14. apríl - Björn Sv. Björnsson, íslenskur SS-maður (f. 1909).
- 15. apríl - Pol Pot, leiðtogi rauðu khmeranna í Kambódíu (f. 1925).
- 19. apríl - Octavio Paz, mexíkóskur rithöfundur (f. 1914).
- 14. maí - Frank Sinatra, bandarískur söngvari og kvikmyndaleikari (f. 1915).
- 29. maí - Barry M. Goldwater, bandarískur þingmaður (f. 1909).
- 5. júní - Dieter Roth, íslenskur myndlistarmaður (f. 1930).
- 10. júní - Hammond Innes, enskur rithöfundur (f. 1913).
- 27. júlí - Gísli Halldórsson, íslenskur leikari (f. 1927).
- 2. ágúst - Otto Bumbel, brasilískur knattspyrnuþjálfari (f. 1914).
- 6. september - Akíra Kúrósava, japanskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1910).
- 12. október - Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1934).
- 12. október - Ásta B. Þorsteinsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1945).
- 31. október - Hulda Dóra Jakobsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1911).
- 6. nóvember - Niklas Luhmann, þýskur félagsfræðingur (f. 1927).
- 24. nóvember - John Chadwick, enskur fornfræðingur (f. 1920).
- 25. nóvember - Nelson Goodman, bandarískur heimspekingur (f. 1906).
- Eðlisfræði - Robert B. Laughlin, Horst L. Störmer, Daniel C. Tsui
- Efnafræði - Walter Kohn, John A Pople
- Læknisfræði - Robert F Furchgott, Louis J Ignarro, Ferid Murad
- Bókmenntir - José Saramago
- Friðarverðlaun - John Hume, David Trimble
- Hagfræði - Amartya Sen
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1998.