Stora Enso

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Stora Enso Oyj er finnskt fyrirtæki sem framleiðir pappírsvörur. Fyrirtækið var myndað árið 1998 við sameiningu finnska fyrirtækisins Enso-Gutzeit og sænska fyrirtækisins Stora. Fyrir sameininguna var Stora talið elsta skráða fyrirtæki í heimi, en það var stofnað árið 1347. Stærsti hluthafi í nýstofnaða fyrirtækinu er finnska ríkisstjórnin.

Sölur fyrirtækisins náðu 14,6 milljörðum evra árið 2006. Stora Enso er stærsta fyrirtæki á sviði trjá- og pappírsvinnslu í Evrópusambandinu og þriðja stærsta í heimi.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.