South Park
South Park | |
---|---|
![]() | |
Handrit | Trey Parker Matt Stone |
Talsetning | Trey Parker Matt Stone Isaac Hayes (1997–2006) Mary Kay Bergman (1997–1999) Eliza Schneider (1999–2003) Mona Marshall April Stewart John Hansen Jennifer Howell Adrien Beard |
Upphafsstef | „South Park Theme“ eftir Primus |
Land | ![]() |
Fjöldi tímabila | 22 |
Fjöldi þátta | 292 |
Framleiðsla | |
Framleiðslufyrirtæki | Trey Parker Matt Stone |
Lengd þáttar | 22 min |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | ![]() ![]() |
Sýnt | 13. ágúst, 1997 – Nú |
Síðsti þáttur í | Nú |
Tenglar | |
Heimasíða | |
Síða á IMDb | |
TV.com síða |
South Park er bandarískur teiknimynda-gamanþáttur. Þættirnir fjalla um fjóra stráka (Stan, Kyle, Cartman og Kenny) sem eru í þriðja og fjórða bekk í smábænum South Park í Colorado-fylki í Bandaríkjunum. Þáttaröðin, sem er ætluð fullorðnum, er þekkt fyrir gróft orðbragð og dökkt skopskyn. Þáttaröðin var sköpuð af Trey Parker og Matt Stone og hefur verið sýnd á Comedy Central frá 1997 og hefur allt frá því verið ein vinsælasta þáttaröð stöðvarinnar. Henni er ætlað að halda áfram í sýningu í það minnsta út árið 2019.[1]
Efnisyfirlit
Saga[breyta | breyta frumkóða]
Uppruni[breyta | breyta frumkóða]
Upphaf South Park má rekja til ársins 1992 þegar Parker og Stone, sem þá voru nemendur í Colorado-háskóla, hittust í kvikmyndakennslutíma og sköpuðu stuttmynd sem kallaðist Jesus vs. Frosty. Stuttmyndin innihélt upprunalegt útlit aðalpersónanna í South Park. Stuttmyndin fjallaði um aðalpersónurnar fjórar sem vöktu til lífs snjókarl með töfrahatti.
Árið 1995 sá Brian Graden, framkvæmdarstjóri FOX, stuttmyndina og veitti Parker og Stone umboðslaun til að gera aðra stuttmynd, Jesus vs. Santa. Stuttmyndin var vinsæl og mikið notuð sem jólapóstkort á internetinu. Hún var síðar aftur birt í þættinum A Very Crappy Christmas.
Sjónvarpssamingur[breyta | breyta frumkóða]
Eftir útgáfu Jesus vs. Santa hófust umræður um gerð á sjónvarpsþáttum, fyrst með FOX og síðar með Comedy Central. Fyrsti sjónvarpsþátturinn, Cartman Gets an Anal Probe, var sýndur 13. ágúst 1997 á Comedy Central. Þátturinn var í 3 mánuði í vinnslu en hann var búinn til með skærum og pappír. Núna eru þættirnir unnir í hreyfimyndarforritum, fyrst PowerAnimator og síðar Maya. Með notkun hreyfimyndaforrita tókst að minnka framleiðslutímann umtalsvert(niðrí eina viku), sem gerði Parker og Stone kleift að fjalla um nýliðna atburði í þáttunum sínum.
Persónur[breyta | breyta frumkóða]
- Aðalgrein: South Park persónur
Matt Stone og Trey Parker talsetja flestar karlkynspersónurnar í South Park en April Stewart og Mona Marshall (áður Mary Kay Bergman og Eliza Schneider) talsetja flestar kvenkynspersónurnar. Aðrir sem talsetja einnig í South Park eru Adrien Beard (Token Black), Vernon Chatman (Towelie), Jennifer Howell (Bebe Stevens) og John Hansen (Mr. Slave).
↓== Þættir ==
- Aðalgrein: Listi yfir South Park þætti
Sýndir hafa verið 292 South Park þættir í 22 þáttaröðum (2018).
Verðlaun[breyta | breyta frumkóða]
Hlotið[breyta | breyta frumkóða]
- South Park hlaut Emmy-verðlaun árið 2005 fyrir þáttinn Best Friends Forever[2] og árið 2007 fyrir þáttinn Make Love, Not Warcraft.[3]
- 5. apríl 2006 hlaut þátturinn Peabody-verðlaunin.
- CableACE-verðlaunin árið 1997 fyrir besta hreyfimynda sjónvarpsþáttinn. Þetta var í síðast skipti sem verðlaunin voru veitt.
Tilnefndur[breyta | breyta frumkóða]
- South Park hefur verið tilnefnt til Emmy-verðlaunanna sjö sinnum (1998, 2000, 2002, 2004, 2005, 2006 og 2007) fyrir framúrskarandi árangur á hreyfimynda sjónvarpsþætti.
- Teen Choice-verðlaunin árið 2006.
- Óskarsverðlaun fyrir besta upprunalega lag í kvikmyndinni South Park: Bigger, Longer & Uncut.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- www.southparkstudios.com/ - Opinber heimasíða
- South Park á Internet Movie Database
- South Park á TV.com