Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður | |
![]() | |
![]() | |
Kjördæmi | Suðurkjördæmi
|
Flatarmál – Samtals |
3. sæti 6.317,0 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki |
21. sæti 2.434 (2020) 0,39/km² |
Bæjarstjóri | Ásgerður Kristín Gylfadóttir
|
Þéttbýliskjarnar | Höfn (íb. 1.710) Nes (Nesjahverfi) (íb. 83) |
Sveitarfélagsnúmer | 7708 |
Póstnúmer | 780 |
Vefsíða sveitarfélagsins |
Hornafjörður er sveitarfélag á Suðausturlandi. Sveitarfélagið varð til 6. júní 1998 við sameiningu allra sveitarfélaga Austur-Skaftafellssýslu: Hornafjarðarbæjar, Bæjarhrepps, Borgarhafnarhrepps og Hofshrepps.
Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]
Í sveitarstjórn í Hornafirði árið 2002-2006 átti Sjálfstæðisflokkurinn 3 menn, Framsóknarflokkurinn 3 og Krían, samtök óháðra og félagshyggjufólks 1 mann. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 voru þrír flokkar í framboði, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Framsóknarflokkurinn fékk þrjá menn kjörna, en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin tvo hvor flokkur. Framsóknarflokkur og Samfylking mynduðu meirihluta og varð Sjálfstæðisflokkurinn því í minnihluta í Hornafirði í fyrsta skipti í mörg ár.
Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 voru fjórir flokkar í framboði, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Framsóknarflokkurinn fékk fjóra menn kjörna og eru því með hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna og Samfylkingin einn. Vinstri grænir náðu ekki inn manni. [1]
Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar er Björn Ingi Jónsson.[2]
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2010“.
- ↑ „Bæjarstjóri“. Sótt 26.febrúar 2014.