Sveitarfélagið Hornafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélag
A Cloudy Day at Jökulsárlón.jpg
Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði
Iceland Hornafjordur Skjaldamerki.png
Merki
Sveitarfélagið Hornafjörður Loc.svg
Staðsetning Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Hnit: 64°15′14″N 15°12′43″V / 64.254°N 15.212°V / 64.254; -15.212
KjördæmiSuðurkjördæmi
Flatarmál
– Samtals
4. sæti
6.309 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
22. sæti
2.547 (2023)
0,4/km²
BæjarstjóriSigurjón Andrésson
ÞéttbýliskjarnarHöfn
Nes
Sveitarfélagsnúmer8401
Póstnúmer780
hornafjordur.is

Hornafjörður er sveitarfélag á Suðausturlandi. Sveitarfélagið varð til 6. júní 1998 við sameiningu allra sveitarfélaga Austur-Skaftafellssýslu: Hornafjarðarbæjar, Bæjarhrepps, Borgarhafnarhrepps og Hofshrepps.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Í sveitarstjórn í Hornafirði árið 2002-2006 átti Sjálfstæðisflokkurinn 3 menn, Framsóknarflokkurinn 3 og Krían, samtök óháðra og félagshyggjufólks 1 mann. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 voru þrír flokkar í framboði, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Framsóknarflokkurinn fékk þrjá menn kjörna, en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin tvo hvor flokkur. Framsóknarflokkur og Samfylking mynduðu meirihluta og varð Sjálfstæðisflokkurinn því í minnihluta í Hornafirði í fyrsta skipti í mörg ár.

Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 voru fjórir flokkar í framboði, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Framsóknarflokkurinn fékk fjóra menn kjörna og eru því með hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna og Samfylkingin einn. Vinstri grænir náðu ekki inn manni. [1]

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar er frá 2018 Matthildur Ásmundardóttir[2]

Höfn

Þegar kjördæmaskipan vegna kosninga til Alþingis var breytt eftir kosningarnar 1999 var það álitamál hvort að sveitarfélagið Hornafjörður ætti fremur að fylgja Suðurkjördæmi eða Norðausturkjördæmi í hinni nýju skipan en sveitarfélagið hafði áður tilheyrt Austurlandskjördæmi í eldri kjördæmaskipan. Gerð var skoðanakönnun hjá íbúum sveitarfélagsins sem leiddi í ljós að 58% aðspurðra kusu fremur að fylgja Suðurkjördæmi.[3] Farið var að þeirri niðurstöðu.

Sveitarfélagið gekk í Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 1. janúar 2009 og um leið úr landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi.[4] Við endurskipulagningu embætta lögreglu og sýslumanna árið 2014 var sveitarfélagið einnig látið fylgja Suðurlandi fremur en Austurlandi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2010“.
  2. „Bæjarstjóri“. Hornafjörður . Sótt 22. mars 2021.
  3. Í suðurkjördæmi? (30. mars 2000). Austri
  4. Ársþing SASS 2009. sass.is

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist