John Chadwick

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

John Chadwick (21. maí 192024. nóvember 1998) var enskur fornfræðingur, textafræðingur og málvísindamaður sem er einkum frægur fyrir að hafa ásamt Michael Ventris ráðið línuletur B á árunum 1951-1953. Hann kenndi fornfræði við Cambridge-háskóla frá 1952 og hóf það sama ár samvinnu við Ventris um að ráða línuletur B. Afrakstur rannsókna þeirra birtist í bók þeirra Documents in Mycenean Greek árið 1956. Chadwick samdi aðgengilega og vinsæla bók um samvinnu þeirra Ventris árið 1958, The Decipherment of Linear B. Hann settist í helgan stein árið 1984.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

  • The Decipherment of Linear B (Cambridge: Cambridge University Press, 1958, 2. útg. 1990).
  • The Mycenaean World (Cambridge: Cambridge University Press, 1976).
  • Ásamt Michael Ventris, Documents in Mycenaean Greek (Cambridge: Cambridge University Press, 1956, 2. útg. 1978).
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.