Halloween H20: 20 Years Later

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Halloween H20: 20 Years Later (ísl. Hrekkjavaka: 20 árum síðar) er bandarísk hrollvekjumynd frá 1998 og er sjöunda myndin Halloween-syrpunni og fagnar 20-ára afmæli myndanna og um leið afneitar söguþráðum Halloween 4, 5 og 6 ásamt Halloween III: Season of the Witch (sem fjallar ekki um Michael Myers). Myndin var samin af Robert Zapia og Matt Greenberg og leikstjóri myndarinnar var Steve Miner. Með aðalhlutverkin fara Jamie Lee Curtis, Josh Hartnett (í sínu fyrsta kvikmyndhlutverki í fullri lengd), Michelle Williams, Adam Arkin, Adam Hann-Byrd, Jodi Lyn O'Keefe og rapparinn LL Cool J.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Liðin eru tuttugu ár frá morðunum sem Michael Myers framdi hrekkjavökukvöldið 1978 (sjá Halloween og Halloween II). Dr. Sam Loomis lifði af, líkið Michael Myers fannst aldrei, Marion Chambers sá um Loomis þar til hann dó og Laurie Strode er í vitnaverd undir nafninu Keri Tate. Daginn fyrir hrekkjavöku brýst Michael Myers inn í hús Marion, drepur hana og finnur skrá um raunverulegt heimilisfang Lauriear og heldur þangað. Laurie býr nú í smábæ í Kaliforníu, á 17-ára gamlan son John Tate, er skólastýra í einkasóla og á kærasta. En Laurie er langt frá því að vera hamingjusöm og býst alltaf við að Michael komi aftur og finni sig og sú þráhyggja angrar John sem finnst móðir sín ofvernda sig. En þegar Michael kemur aftur og byrjar að myrða vini Lauriear eitt á fætur öðru ákveður hún að mæta honum til vernda John.

Leikarar[breyta | breyta frumkóða]

 • Jamie Lee Curtis sem Laurie Strode/Keri Tate
 • Josh Hartnett sem John Tate
 • Michelle Williams sem Molly Cartwell, kærasta Johns
 • Adam Arkin sem Will Brennan, kærasti Lauriear og námsráðgjafi
 • Adam Hann-Byrd sem Charlie Deveraux, besti vinur Johns
 • Jodi Lynn O'Keefe sem Sarah Wainthrope, kærasta Charlies og vinkona Mollyar
 • Nancy Stephens sem Marion Chambers
 • LL Cool J sem Ronald „Ronny“ Jones, öryggisvörður við skólann
 • Brendan Williams sem Tony Allegre
 • Joseph Gordon-Levitt as Jimmy Howell
 • Janet Leigh sem Norma Watson
 • Chris Durand sem Michael Myers

Vinnsla[breyta | breyta frumkóða]

Upphaflega ætlaði John Carpenter að leikstýra myndinni en aðalframleiðandi myndarinnar Moustapha Akkad neitaði að gefa honum hærri kaup þannig að Steve Miner (Friday the 13th Part 2 og Friday the 13th Part III) var fenginn í staðinn. Kevin Williamson (Scream og Scream 2) samdi frumhandritið sem gerðist eftir Halloween 6 en Steve Miner lét gera breytingar þannig að söguþráðurinn afneitaði Halloween 4,5 og 6. Janet Leigh sem kemur í einu atriði sem Norma Watson. Janet Leigh lék í Psycho og er móðir Jamiear Lee Curtis.