Fara í innihald

Mýrarbolti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mýrarbolti

Mýrarbolti, einnig kallað mýrarfótbolti (Enska: Swamp football), er útfærsla af fótbolta sem spilaður er í mýrum eða drullusvaði.[1] Íþróttin er upprunnin í Finnlandi þar sem hún var upphaflega notuð sem æfing fyrir íþróttamenn og hermenn vegna þess styrks sem þarf til að hlaupa í mýri. Mýrarfótbolti er sérstaklega vinsæll í Kainuu-héraði.

Fyrsta skipulagða meistaramótið var finnska meistaramótið sem haldið var 1998.[2]

Auk Finnlands er mýrarbolti leikinn víðsvegar um heiminn, til dæmis í Þýskalandi, Rússlandi, Skotlandi og Indlandi.[2] Á Íslandi var haldið árlegt mýrarboltamót á Ísafirði um 15 ára skeið, lengst af í tengslum við verslunarmannahelgina.[3]

  1. „Don't miss your chance to participate the Swamp Soccer tournament, this weekend“. Iceland Magazine. 2. ágúst 2018. Sótt 14. júlí 2023.
  2. 2,0 2,1 „Swamp Soccer - In English“. suopotkupallo.fi. Sótt 14. júlí 2023.
  3. Ólafur Björn Sverrisson (13. júlí 2023). „Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til“. Vísir.is. Sótt 14. júlí 2023.