Grafarvogslaug
Útlit
Grafarvogslaug er sundlaug í Grafarvogi í Reykjavík. Hönnuðir laugarinnar voru Vilhjálmur Hjálmarsson og Guðmundur Þór Pálsson. Fyrsta skóflustunga að lauginni var tekin 13. desember 1996 og 25 metra löng útilaugin var opnuð 3. maí 1998. Haustið eftir bættist 12,5 metra löng innilaug við. Árið 2002 var leikpotti fyrir börn og 51 metra langri vatnsrennibraut bætt við. Við laugina eru þrír heitir pottar.