Klettsvík
Útlit
Klettsvík er vík við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn sem afmarkast af Ystakletti til austurs, Miðkletti til norðurs og Heimakletti til vesturs.
Klettsvík var á árunum 1998 til 2003 heimili háhyrningsins Keikó, en hefur síðan verið notuð undir fiskeldi. Fyrir komu Keikós hafði víkin verið notuð mikið af smábátasjómönnum til þess að gera að fiski eða laga net, en sú iðja hefur horfið frá Vestmannaeyjum að mestu á síðustu árum.
Í Klettsvík er inngangurinn inn í Klettshelli, sem er í Ystakletti.