Kjalarnes (hverfi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saurbæjarkirkja við Kjalarnes.
Kort sem sýnir Kjalarnes.

Kjalarnes (einnig: Grundarhverfi) er hverfi í Reykjavík. Til Kjalarness teljast Kjalarnes og Álfsnes. Hverfið hefur verið hluti Reykjavíkur frá 1998. Áður en hverfið varð hluti af Reykjavík, var það í Kjalarneshreppi. Í hverfinu er sundlaug, íþróttahús og skóli sem heitir Klébergsskóli, sem er elsti grunnskóli Reykjavíkur. Í hverfinu er líka glerverksmiðja sem heitir Gler í Bergvík og býr til alls konar glerlistir, en einnig má finna einingaverksmiðju ásamt öðrum iðnaði. Íbúar hverfisins voru 1.349 árið 2019.[1]

Kjalnesinga saga er kennd við Kjalarnes.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.