Fara í innihald

Harry Potter og leyniklefinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harry Potter og leyniklefinn
HöfundurJ. K. Rowling
Upprunalegur titillHarry Potter and the Chamber of Secrets
ÞýðandiHelga Haraldsdóttir
LandFáni Bretlands Bretland
TungumálEnska
ÚtgefandiBloomsbury
Bjartur (á Íslandi)
Útgáfudagur
2. júlí 1998
Síður251 (fyrsta útgáfa)
ISBNISBN 9789935300171
ForveriHarry Potter og viskusteinninn 
FramhaldHarry Potter og fanginn frá Azkaban 

Harry Potter og leyniklefinn er önnur bókin um galdrastrákinn Harry Potter eftir rithöfundinn J.K. Rowling. Bókin kom út árið 2000 og nefnist á ensku Harry Potter and the Chamber of Secrets. Helga Haraldsdóttir þýddi á íslensku og bókin var gefin út af bókaútgáfunni Bjarti. Önnur prentun kom út árið 2001.

Kvikmynd eftir sögunni kom árið 2002. Leikstjóri var Chris Columbus og sem fyrr léku Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson aðalhlutverkin.

Harry Potter snýr aftur í Hogwarts. En Harry kemst að því að leyniklefinn hafði verið opnaður. Í leyniklefanum var sagt vera hræðilegt skrímsli. Þegar vinir hans byrja að verða steingerðir reynir hann að finna út hver opnaði klefann. Þegar Harry loksins finnur klefann kemst hann að því að Voldemort opnaði klefann með hjálp Ginny, systur Rons. Harry þarf að sigra skrímslið, sem var basilíuslanga og Voldemort. Þegar hann var búinn að því bjargaði hann Ginny úr klefanum.